Inbee Park
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 08:45

LET: Park sigraði í Kína

Inbee Park var ekkert á því að gefa norsku frænku okkar Suzann Pettersen eftir 1. sætið á heimslistanum.

Hún sigraði nú rétt í þessu World Ladies Championship á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína, með nokkrum yfirburðum.

Inbee spilaði þannig á samtals 24 undir pari, (69 70 62 67). Á hringnum fékk Inbee 8 fugla og 2 skolla.

Suzann Pettersen var heilum 5 höggum á eftir á samtals 19 undir pari, (67 68 66 72).

Í 3. sæti varð síðan So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu á samtals 16 undir pari, þannig að það sést vel að Suzann og Inbee voru í algerum sérflokki.

Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: