Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 12:00

WGC Cadillac: Áhorfandi stingur bolta Donald á sig – Myndskeið

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Englendingurinn Luke Donald tekur eins og allir bestu kylfingar heims þátt í WGC Cadillac Championship, í Doral, Miami.

Hann átti ekkert sérstakan dag í gær en lék breytta Bláa Skrímslið á 82 höggum!

Og svo er það ýmist í ökkla eða eyra. Ekki nóg með að honum hafi gengið illa, heldur tók áhorfandi á Bláa skrímslinu upp bolta hans þar sem hann lá utan brautar og gerði sig líklega til að hverfa af velli með hann!

Þetta er náttúrlega nokkuð sem algerlega er bannað í golfkeppnum, hvort heldur er af keppendum eða áhorfendum, ef einhverjir eru, að taka upp bolta.

Enda var konan stoppuð af sjálfboðaliða og hún látin setja boltann aftur á þann stað, sem hún taldi sig hafa tekið hann upp.

Hér má sjá myndskeið af því þegar áhorfandinn ætlar að hverfa á braut með bolta Luke Donald  SMELLIÐ HÉR: