Matsuyama baðst afsökunar
Ian Poulter kallaði nýjustu japönsku golfstjörnuna Hideki Matsuyama hálfvita og Matsuyama biðst afsökunar?
Það var einmitt það sem gerðist.
Ian Poulter snöggreiddist þegar Hideki sem var í ráshóp á undan honum, Charl Schwartzel og Jason Dufner, pirraðist á 13. flöt vegna þess að hann missti pútt og skellti pútter sínum í flötina þannig að heilmikill „eldfjallagígur“ (að sögn Poulter) varð eftir í flötinni og gekk af henni án þess að gera við skemmdirnar. Skemmdirnar voru í púttlínu Schwartzel, sem kallaði á dómara, sem gerði við skemmdirnar en Charl missti engu að síður púttið. Poulter pirraðist og tvítaði.
Poulter tvítaði 3 harðyrt skeyti beind að Matsuyama á Twitter, þar sem hann kallaði hann m.a. hálfvita.
Það fyndna var, að þeir voru síðan paraðir saman á 3. hring í gær og gaman að vita hvernig sá hringur gekk fyrir sig, enda viðbúið að spenna yrði á milli þeirra.
Það sem gerðist var að Matsuyama bað Ian Poulter afsökunar þ.e. gekk á æfingasvæðið til Poulter þegar hann sá hann þar.
„Ég heyrði um þetta í morgun (þ.e. gærmorgun) og mér virkilega illa,“ sagði Matsuyama. „Það eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar á því sem gerðist…. mér líður illa að hann hafi jafnvel þurft að skrifa um eitthvað sem ég gerði.“
Matsuyama missti 2 metra pútt á 2. hringnum á föstudaginn og þrumaði pútter sínum í flötina og skyldi eftir stórt far, s.s. áður greinir.
Farið var ekkert fyrir Poulter en beint í púttlínu Charl Schwartzel, sem þurfti að setja niður 4 metra par pútt. Dómarinn gerði við skemmdina en pútt Schwartzel fór framhjá og hann fékk skolla.
Um þetta tvítaði Poulter, sem er með 1,6 milljónir fylgjendur …. að öðrum kosti hefði þetta atvik ekki vakið neina athygli.
Fyrir hringinn í gær gekk Matsuyama sem sagt með túlki sínum, Bob Turner til Poulter tók í hönd honum fyrir hringinn og baðst afsökunar.
„Ég geri mikið af mistökum,“ sagði Poulter við tvítuga nýliðastrákinn frá Japan. „En ef þú gerir það sem þú gerir, verður þú að laga skemmdirnar.“
Poulter lauk þessum stuttu samskiptum með því að segja „Við skulum ekki hafa orð á þessu í dag,“ og gaf þar með í skyn að ekki væri þörf að ræða þetta á hring þeirra.
Og það gerðu þeir ekki. Matsuyama kallaði spil sitt með Poulter „venjulegan hring.“ Hann var á 71 höggi meðan Poulter var á 73 höggum.
„Strákurinn er ágætis náungi og góður kylfingur,“ sagði Poulter eftir hringinn. „Hann er frábær kylfingur. Við gerum öll mistök. Hann sagði að sér þætti þetta leitt. Hann þurfti í raun ekkert að afsaka þetta við mig. Þetta hefir ekkert að gera með mig. Þetta var í púttlínu Charl en ekki minni.“
Matsuyama leitaði þá Schwartzel og Jason Dufner líka uppi og afsakaði sig.
„Mér fannst það ábyrgðarhluti að leita að þeim og biðjast afsökunar beint,“ sagði Matsuyama í gegnum túlk sinn. „Þeir voru í 3 leikmannahópnum á eftir okkur. Þetta hafði engin áhrif á undirbúning minn í dag. Mér fannst þetta bara vera nokkuð sem ég ætti að gera. Vonandi hef ég lært á þessu að vera þolinmóðari. Í framtíðinni mun ég reyna mitt besta til þess að vera góður atvinnumaður.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024