Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 08:00

„þeir verði teknir handjárnaðir af golfvellinum“

Nú er sá tími sem flestir kylfingar sem aðrir landsmenn eru að huga að skattframtölum sínum og því kannski ekkert svo slæmt að það sé snjór úti svo ekki sé freistast til að fara í golf. En það er víðar en á Íslandi sem menn sitja sveittir yfir skattframtölunum; í mörgum ríkjum Þýskalands eru menn að reikna út skatt sinn. Fjármálaráðherra Schleswig-Holstein ríkis, Moniku Heinold,(úr flokki Græningja) tókst að móðga þýska kylfinga vegna ummæla sem eftir henni voru höfð i þýska tímaritinu Spiegel (8/2014). Þar segir Heinold í grein, sem ber titilinn „Það verður að refsa“ (þýs: Strafe muå sein): „Skattsvikarar kæra sjálfa sig aðeins ef þeir eru hræddir um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 07:45

Evróputúrinn: Dubuisson kylfingur febrúarmánaðar

Victor Dubuisson, sem sló rækilega í gegn á WGC Accenture Match Play Championship í Arizona, í s.l. mánuði var kosinn kylfingur febrúarmánaðar á Evrópumótaröðinni. Dubuisson hlýtur að launum á grafinn disk og stóra flösku af Moët & Chandon kampavíni. Honum tókst m.a. að halda sér á lífi og knýja fram bráðabana við Jason Day, sem hafði sigur að lokum, m.a. með ótrúlegum björgunarhöggum úr kaktusaþyrkni TPC Scottsdale á 17. og 18. holu. Um þá frammistöðu hans sagði Sir Nick Faldo m.a.: „Ég sá Seve (Ballesteros) slá nokkur björgunarhögg en ekkert þeirra var eins gott og þau frá Victor. Þau voru svo sannarlega ótrúleg og forréttindi að fá að fylgjast með.“ Um útnefningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 07:00

WGC Cadillac: Reed, Kuchar, Mahan og DJ leiða e. 2. dag

Það eru þeir Patrick Reed, Matt Kuchar, Hunter Mahan og Dustin Johnson, sem deila 1. sætinu á Cadillac heimsmótinu í Doral, Miami þegar mótið er hálfnað. Allir hafa þeir leikið á samtals 1 undir pari, 143 höggum; Reed (68 75) og hinir allir á (69 74). Allt Bandaríkjamenn í 4 efstu sætunum; 5. sætinu deila hins vegar 4 Evrópubúar: Graeme McDowell og Rory McIlory frá N-Írlandi, Ítalinn Francesco Molinari og Wales-verjinn Jamie Donaldson. Bubba Watson og Zach Johnson eru síðan í 9. sæti á 1 yfir pari. Í raun aðeins 2 högg sem  skilur að efstu menn og allt opið og spennandi golfhelgi framundan! Tiger lék aðeins betur en fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 05:00

GKG: Gönguskíði í stað golfs?

Hér á höfuðborgarsvæðinu hefir snjó kyngt niður og er ansi vetrarlegt eftir smá „vorvon“ sem var fyrr í vikunni. Á heimasíðu GKG hvetur klúbburinn félaga, sem aðra, til þess að nýta sér gönguskíðabraut nú um helgina, sem vallarstarfsmenn eru búnir að leggja í Leirdalnum. Í frétt á GKG segir þannig orðrétt: „Nú eru starfsmenn GKG búnir að leggja þessa fínu gönguskíðabraut um vallarsvæði GKG. Gott er að leggja bílnum við áhaldahúsið því þar byrjar brautin. Gönguskíðafólk er beðið að notast bara við brautina en ekki fara ótroðnar slóðir. Með snjó og sólar kveðju Vallarstjóri (GKG)“

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 21:30

WGC Cadillac: 30 m pútt Tiger!

Það var ekki margt sem gekk upp hjá Tiger á 2. hring Cadillac heimsmótsins í Doral, Miami. Hann byrjaði á 10. teig og setti ekki niður fugl fyrr en á par-3 4. holunni, þ.e. á seinni 9 hans þann daginn. En fuglinn var einkar glæsilegur á þessari 209 yarda (191 metra) par-3 holu. Tiger púttaði af 92 yarda (u.þ.b 30 metra) færi og boltinn datt! Hér má sjá myndskeið af púttinu góða SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Einarsson Long – 7. mars 2014

Það er Þórir Einarsson Long, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 7. mars 1989 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórir Einarsson Long (Innilega til hamingju með afmælið!) F. 7. mars 1989 (25  ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Homero Blancas, 7. mars 1938 (76 ára); Tom Lehman, 7. mars 1959 (55 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (53 ára) Jesper Parnevik, 7. mars 1965 (49 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (49 ára); Alena Sharp, 7. mars 1981 (33  ára)  ….. og ….. Hlín Einarsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 18:30

WGC Cadillac: Partrick Reed leiðir e. 1. mótsdag í Doral á 68 höggum

Það er Patrick Reed frá Texas sem er í efsta sæti eftir að tókst að ljúka 1. mótdegi á Cadillac heimsmótinu í Doral, Miami, nú fyrr í dag. Hann lék hið breytta Bláa Skrímsli á 4 undir pari, 68 höggum!  Á hringnum fékk Reed 7 fugla og 3 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir honum á 69 höggum eru aðrir 6 kylfingar: Harris English, Jason Dufner, Dustin Johnson, Matt Kuchar,  Hunter Mahan og eini evrópski kylfingurinn í topp-7 Francesco Molinari frá Ítalíu. Rory McIlroy lék á 70 höggum líkt og 5 aðrir kylfingar sem deila 8.-13. sætinu. Nr. 1 og 2 á heimslistanum; Tiger og Adam Scott gekk ekkert vel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 12:45

Dýr á golfvöllum: Poulter og Iguana eðlan

Leik var frestað í gær á Cadillac heimsmótinu, sem fram fer á Bláa Skrímslinu í Miami vegna þrumuveðurs og eldingahættu, en Miami er sú borg í heiminum þar sem eldingar eru hvað tíðastar. Ian Poulter rakst á þessa Iguana eðlu á leið sinni í klúbbhúsið og smellti mynd af henni. Þetta er svokölluð „græn“ Iguana eðla – karldýr – en karldýrin verða appelsínugul á litinn á fengitímanum til þess að laða kvendýrin að sér. Svolítið skemmtilegt er að grænar Iguana eðlur eru oft ekki grænar þó þær séu nefndar svo; Þær finnast í ýmsum litaafbrigðum  á stöðum heitari en í Flórída þ.e. í Suður-Ameríku t.a.m. bleikar, bláar (Perú), rauðar (Costa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn hefur leik í Suður-Karólínu í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest hefja leik á Darius Rucker háskólamótinu í dag. Mótið stendur dagana 7.-9. mars 2014 og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Leikið er á golfvelli Long Cove golfklúbbsins á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Ólafía Þórunn á rástíma kl. 8:09 að staðartíma (kl. 13:09  að okkar tíma hér heima á Íslandi) og fer hún út af 10. teig. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 11:30

LET: Pettersen leiðir í hálfleik í Kína

Suzann Pettersen er efst eftir 2. dag World Ladies Championship sem hófust í gær á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína. Suzann er búin að leika á samtals 11 undir pari, 135 höggum (67 68). Fimm kylfingar deila 2. sætinu, en allar eru þær búnar að leika á samtals 9 undir pari hver, þ.e. eru 2 höggum á eftir Suzann. Þetta er þær: Valentine Derrey frá Frakklandi, Ye Na Chung og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, Trish Johnson frá Englandi og hin ástralska Nikki Campbell. Til þess að sjá stöðuna eftir  2. dag World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: