Ian Poulter skraultegur
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 13:00

WGC Cadillac: Poulter kallar Matsuyama hálfvita

Ian Poulter fór hamförum á Twitter í gær og hellti sér yfir annan leikmann sem keppir á WGC-Cadillac Championship — reyndar kylfing sem hann kemur til með að vera með í ráshóp í dag, en þeir fara báðir út kl. 11:15 að staðartíma (þ.e. kl. 16:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Sá sem Poulter gagnrýndi var japanska golfstjarnan Hideki Matsuyama, en hann kallaði Matsuyama „hálfvita“ fyrir að skemma flötina með því að þrýsta pútter sinn á púttersyfirborðið á 13. holu.

Hideki Matsuyama

Hideki Matsuyama

„Spilaði með  Matsuyama tomo. Hann gróf pútter sinn á 13. flötinni, 2 metrum frá holu. Dómari varð að laga þennan eldfjallagíg. Vegna þess að hann gerði það ekki,“ skrifaði Poulter á Twitter.

Matsuyama, 22 ára, hefir verið atvinnumaður í skemmri tíma en ár en var þar áður búinn að sigra þrívegis á japanska PGA túrnum. Hann hlaut kortið sitt á PGA túrnum á síðasta ári og er nr. 22 á heimslistanum. Hann var í ráshópnum á undan Poulter á Bláa skrímslinu í gær.

En ekki nóg með þetta, Poulter var greinilega í stuði á Twitter.

„Af hverju skilur Matsuyama eldfjallagíg eftir á flöt sem aðrir verða að pútta yfir eða kallar í einhvern til að laga skemmdirnar. Hálfviti,“ skrifaði Poulter.

Aðspurður af manni sem „followar“ Poulter á Twitter „hvort hann myndi tala við hann eins og maður eða sprengja hann í tætlur á Twitter eins og hinir lyklaborðshermennirnir, svaraði Poulter: „Ég get ekki beðið eftir því!“

Poulter skrifaði ennfremur: „Ég er enginn dýrlingur og er fyrstur til að viðurkenna það. En þetta var ógeðslegt. Ég myndi ekki grafa pútterinn minn 2 metra frá holu og láta leikmennina á eftir fást við það.“