Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 08:30

WGC Cadillac: Tiger á 66 – kominn í 4. sætið fyrir lokahringinn

Þó hann hafi fyrir aðeins viku síðan þjáðst svo af bakverkjum að hann varð að segja sig úr Honda Classic mótinu og þrátt fyirr slaka byrjun þá er Tiger nú kominn í 4. sætið fyrir lokahringinn á WGC Cadillac Championship, sem hann deilir með Wales-verjanum Jamie Donaldson. 

Hann lék 3. hring á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum fékk 8 fugla og 2 skolla. Samtals er Tiger hins vegar á 1 undir pari, 215 höggum (76 73 66) og eins og sést er 10 högga sveifla á 1. og 3. hring hans.

„Ég spilaði vel“ sagði Tiger eftir hringinn góða. „Ég byrjaði vel. Ég náði að halda þessu saman og setja niður nokkur pútt.“

Tiger sagði að það hefði verið virkilega erfitt að ná að lesa flatirnar fyrstu 2 dagana en þetta væri allt að koma.

Hann sagði þó að bakið væri enn að stríða honum: „Það er aðeins skárra. En á hverjum degi er það sárt og verður sárara eftir því sem líður á daginn.“

Það er Patrick Reed frá Texas sem hefir 3 högg í forystu á Tiger í 1. sætinu þ.e. er á samtals 4 undir pari, 212 höggum (68 75 69) og tveir kylfingar, Jason Dufner og Hunter Mahan deila 2. sætinu á samtals 2 undir pari, 214 höggum; Dufner (69 77 68) og Mahan (69 74 71).

Til þess að sjá stöðuna á WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: