PGA: Sigurþrá Keegan Bradley
Keegan Bradley hefir átt sæmilegt 2013-2014 keppnistímabil; hann hefir 6 sinnum orðið meðal efstu 25 í mótum, hápunktur hans og besti árangur á því tímabili: T-10 árangur í Malasíu. Fyrir hinn metnaðarfulla Bradley er þetta auðvitað ekki nándar nægilega gott. Hann þráir að sigra og halda sigurbikarnum á lofti. Gerist það í kvöld? Bradley er aðeins 3 höggum á eftir forystumanni Arnold Palmer boðsmótsins, nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott og þeir fara því út saman í kvöld. „Ég virkilega þrái að sigra þetta mót, það er alveg öruggt,“ sagði Bradley eftir að hann var á 6 undir pari, 66 höggum í gær. „Ég myndi elska það að sigra fyrir Lesa meira
Hvaða kylfingar hafa sigrað oftast í PGA mótum?
Flestir golfáhugamenn vita að Sam Snead hefir sigrað flest PGA mót eða 82. Tiger Woods hefir sigrað næstflest PGA mót eða 79 og á aðeins eftir að sigra í 3 PGA Tour mótum til að jafna met Snead og í 4 mótum til þess að fara fram úr Snead og sitja á toppi þessa merkilega lista. En veit fólk almennt hverjir sitja í 3. sæti yfir þá sem unnið hafa flest PGA mót og í 4. og 5. sæti? Hér fer listi yfir þá 233 kylfinga sem unnið hafa flest mót á PGA. Þeir sem sitja í neðstu sætunum þ.e. eru jafnir í 194.-233. sætinu hafa unnið 5 mót. Þannig Lesa meira
LPGA: Ko efst fyrir lokahring JTBC
Það er hin ný-sjálenska Lydia Ko, sem er í efsta sæti fyrir lokahring JTBC Founders Cup í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona. Ko er samtals búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Mirim Lee og Jessica Korda, á samtals 15 undir pari, hvor. Enn öðru höggi á eftir er hin suður-kóreanska Sun Young Yoo á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR:
PGA: Scott bara með 3 högga forystu fyrir lokahring Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 3. dags
Stóra spurningin er þessi: Tekst Adam Scott að halda út og standa uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational? Nr. 2 á heimslistanum er búinn að vera í forystu alla mótsdagana og þegar bara er eftir að spila lokahringinn leiðir hann enn. Fyrir 3. hring var hann með 7 högga forystu á næstu menn, en nú er Keegan Bradley búinn að sneiða forystu Scott niður í 3 högg. Adam Scott er samtals búinn að spila á 15 undir pari, 201 höggi (62 68 71) meðan Keegan Bradley, sem er í 2. sæti er á samtals 12 undir pari , 204 höggum (71 67 66). Matt Every og Jason Kokrak deila Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Undragolfboltinn Kylfingur er að spila golfhring einn síns liðs og er við það að slá af teig þegar slepjulegur lítill sölumaður hleypur upp að honum og hrópar: „Bíddu!!! Áður en þú slærð er ég með svolítð flott, sem ég verð að sýna þér. Kylingurinn er frekar pirraður en heldur stillingu sinni og segir: „Hvað er það.“ „Það er undragolfbolti,“ sagði sölumaðurinn. „Þú getur aldrei týnt honum!“ „Hvað meinarðu?“ spyr kylfingurinn. „Hvernig er aldrei hægt að týna honum? Hvað ef hann er sleginn í vatn?“ „Ekki málið,“ segir sölumaðurinn. „Hann flýtur, skynjar hvar best er að komast upp úr vatnshindruninni og spinnast þangað.“ „Nú, hvað ef maður slær út í trén?“ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Lawrie —— 22. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Írinn Peter Lawrie, en hann er fæddur í Dublin 22. mars 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann vann Irish Amateur Closed Championship 1996 og gerðist atvinnumaður í kjölfarið árið 1997. Það tók hann nokkur ár að komast á Evróputúrinn en 4. sætið á Challenge Tour stigalistanum 2002 og þ.á.m sigur í Challenge Tour Grand Final varð til þess að hann fékk loks kortið. Lawrie þakkar sveifluþjálfa sínum Brendan McDaid árangurinn. Lawrie varð fyrsti Írinn til þess að verða Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum. Hann hefðir síðan þá verið meðal 100 efstu á Order of Merit, en besti árangur hans er 36. Lesa meira
Upphaf The Masters (1/2)
Nú er örstutt í að eitt vinsælasta risamót golfsins hefjist: The Masters. En hvernig hófst þetta allt saman? Fyrir 80 árum voru valdhafar heimsins uppteknir líkt og í dag – fyrirsagnir dagblaða vorið 1934 voru uppfull af „stórum nöfnum“ sögunnar í dag. Roosevelt Bandaríkjaforseti var að reyna að koma í veg fyrir verkfall meðal starfsmanna í bílaframleiðslugeiranum. Adolf Hitler var að reyna að öðlast meiri vinsældir í Þýskalandi. Clark Gable fór á Óskarinn en Katherine Hepburn og Charles Laughton neituðu að mæta. Á forsíðum íþróttafréttamiðla í Bandaríkjunum var greint frá að Babe Ruth og Lou Gehrig væru að æfa sig í að ná „home run“ í bandaríska hafnarboltanum fyrir New York Yankees. Lesa meira
GK: SNAG vinsælt hjá yngstu kylfingunum í Keili
Undanfarnar vikur hafa golfkennarar Keilis kennt yngstu iðkendum golf á svokölluðum SNAG æfingum í Hraunkoti. Æfingarnar eru miðaðar við aldursflokkinn 5-10 ára og hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum, einkum hjá þeim yngstu. Þrátt fyrir að æfingar hefjist rétt rúmlega 9 á laugardögum hefur áhuginn ekki látið á sér standa bæði hjá börnum sem og foreldrum. Yngstu iðkendur hafa verið í fylgd með foreldrum á æfingum en þeir hafa tekið að sér hlutverk aðstoðarmanna en einnig fengið að taka þátt í sumum þrautum. SNAG stendur fyrir Starting New At Golf. SNAG búnaðurinn og kennslukerfið er viðurkennt kerfi sem gerir golfkennslu skemmtilega, aðgengilega, auðvelda og örugga. SNAG hentar báðum kynjum Lesa meira
Ný vefsíða Sharmilu Nicolett
Hér að neðan fylgir tengill á nýja heimasíðu indverska kylfingsins Sharmilu Nicolett. Þar má finna allar upplýsingar um hana og auk þess eru þar margar myndir af þokkadísinni indversku, m.a. af henni ásamt Tiger Woods, en þau spiluðu saman nokkrar holur á Páfuglavellinum dásamlega í Delhi. Sjá má nýja heimasíðu Sharmilu Nicollet með því að SMELLA HÉR:
PGA: Scott öruggur í 1. sæti í hálfleik Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 2. dags
Adam Scott situr sem fastast í 1. sæti Arnold Palmer Invitational á Bay Hill í Flórída, í hálfleik, þar sem hann hefir góða 7 högga forystu á næstu keppinauta sína. Samtals er Scott búinn að spila á 14 undir pari (62 68). Þeir sem næstir koma eru þeir Chesson Hadley, JB. Holmes og Francesco Molinari allir, sem segir á 7 undir pari, 137 höggum. Tekst Scott að sigra og koma Tiger úr toppsæti heimslistans? Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:










