Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2014 | 16:30

PGA: Scott öruggur í 1. sæti í hálfleik Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 2. dags

Adam Scott situr sem fastast í 1. sæti Arnold Palmer Invitational á Bay Hill í Flórída, í hálfleik, þar sem hann hefir góða 7 högga forystu á næstu keppinauta sína.

Samtals er Scott búinn að spila á 14 undir pari (62 68).

Þeir sem næstir koma eru þeir Chesson Hadley, JB. Holmes og Francesco Molinari allir, sem segir á 7 undir pari, 137 höggum.

Tekst Scott að sigra og koma Tiger úr toppsæti heimslistans?

Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: