Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2014 | 20:27

Golfgrín á laugardegi

Undragolfboltinn

Kylfingur er að spila golfhring einn síns liðs og er við það að slá af teig þegar slepjulegur lítill sölumaður hleypur upp að honum og hrópar: „Bíddu!!! Áður en þú slærð er ég með svolítð flott, sem ég verð að sýna þér.

Kylingurinn er frekar pirraður en heldur stillingu sinni og segir: „Hvað er það.“

„Það er undragolfbolti,“ sagði sölumaðurinn. „Þú getur aldrei týnt honum!“

„Hvað meinarðu?“ spyr kylfingurinn. „Hvernig er aldrei hægt að týna honum? Hvað ef hann er sleginn í vatn?“

„Ekki málið,“ segir sölumaðurinn. „Hann flýtur, skynjar hvar best er að komast upp úr vatnshindruninni og spinnast þangað.“

„Nú, hvað ef maður slær út í trén?“

„Það er auðvelt,“ segir sölumaðurinn. „Hann gefur frá sér hljóð þannig að þú finnur hann með bundið fyrir augun!“

„OK,“ segir kylfingurinn. „En hvað ef maður tefst á golfvellinum og það er komið myrkur?“

„Ekki málið herra minn, golfboltinn glóir í myrkrinu! Ég segi þér, það er ekki hægt að týna þessum bolta!“

Kylfingurinn kaupir boltann strax. „Bara ein spurning að lokum“ segir hann við sölumanninn. „Hvar fékkstu hann?“

„Ég fann hann.“