Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2014 | 16:00

LPGA: Besti hringur Ko sem atvinnumanns dugði ekki til að koma henni í efsta sætið á 2. degi JTBC Founders Cup

Hin unga 16 ára nýsjálenska nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, lék í gær besta hring á ferli sínum, sem atvinnumaður, á LPGA móti vikunnar,  JTBC Founder Cup, en það dugði ekki til þess að koma henni í efsta sætið. Og reyndar er mjótt á mununum milli efstu stúlkna. Gærdagurinn var dagur lágs skors á JTBC … og þó  Ko hafi átt lægsta skor ferilsins sem atvinnumanns,  upp á 6 undir pari, 66 högg dugði það ekki til þess að koma henni í efsta sætið.  Hún fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla á glæsihring sínum. Samtals er Ko á 133 höggum (67 66) og er nú 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 18:00

OGA: Ólafur Björn sigraði á Ridgewood Lakes mótinu – með 11 einpútt

Atvinnumaðurinn Ólafur Björn Loftsson, sigraði í  1 hrings móti sem fram fór á Ridgewood Lakes, í Orlando, Flórída, í gær 20. mars 2014,  þar sem keppendur voru 10. Ólafur Björn lék á 5 undir pari,  67 höggum. Á facebook síðu sinni ritaði Ólafur Björn: „Fyrsti sigurinn á þessu ári kominn í hús. Lék á 67 (-5) höggum í móti á OGA mótaröðinni á Ridgewood Lakes í Orlando og vann með 5 högga mun. Ég datt í gírinn um miðbik hringsins og fékk 6 fugla á 8 holum. Það vantaði svolítið upp á sveifluna í gær en stutta spilið var alveg magnað. Ég náði að vippa og einpútta í öllum mínum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sören Hansen —- 21. mars 2014

Það er danski kylfingurinn Sören Hansen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 21. mars 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Sören varð Danmerkurmeistari í höggleik áhugamanna 1997 og gerðist atvinnumaður seinna það ár. Hann á að baki 3 sigra á atvinnumannferli sínum: 2 á Evrópumótaröðinni (hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 1999) vann fyrsta sigurinn á Murpy´s Irish Open 2002 og síðan Mercedes-Benz Championship 2007 og 1 á Challenge Tour: þ.e. á Navision Open Golf Championship  1998. Árið 2007 komst hann á topp-50 listann á heimslistanum og var efsti Daninn á listanum. Sören Hansen var í Ryder Cup liði Evrópu 2008 en vann ekki einn einasta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:45

Æfið fleyghöggin með húllahopp hringjum

Það er alltaf gott og það verður stöðugt að vinna í stutta spilinu. Ein af bestu æfingunum þegar æfa á fleyghögg hvort heldur er innanhúss eða utan er með notkun húllahopp hringja. Hljómar vel ekki satt? Notkun hringjanna gefur virkilega góða tilfinningu fyrir lengdarstjórnun og árangurinn skilar sér áþreifanlega næsta vor/sumar þegar þið spilið úti á golfvelli og náið fleiri fuglum og bjargið fleiri pörum. Þetta er ansi auðvelt – setjið 3-4 húllahopp hringi á æfingasvæðið ykkar í 10, 20 og 30 (og 40) metra frá ykkur.  Reynið að hitta 10 bolta í hvern hring (það eina sem þarf er að hafa nóg af æfingaboltum). Þið munið fljótt sjá hvaða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:15

GKG 20 ára 24. mars n.k. – viljayfirlýsing um byggingu íþróttamiðstöðvar GKG

Á heimasíðu GKG er að finna eftirfarandi frétt: „Næstkomandi sunnudag, 23. mars munum við halda upp á þann merka áfanga að félagið okkar GKG verður 20 ára. Við höldum upp á daginn deginum fyrr en GKG var stofnað 24. mars 1994. Að því tilefni munum við efna til afmælisfagnaðar í klúbbhúsinu okkar og er dagskráin eftirfarandi: 15:00 formleg dagskrá hefst Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs þeir Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Einarsson ásamt formanninum okkar Guðmundi Oddsyni munu skrifa undir viljayfirlýsingu um byggingu Íþróttamiðstöðvar GKG. GKG hefur undanfarið ár unnið að þarfagreiningu á klúbbhúsi fyrir GKG. Í ljósi þess að barna- unglinga og afreksstarf félagsins er með þeim hætti sem er, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:00

Bakmeiðsli hrjáðu Ishikawa

Eitt af undrabörnunum í golfinu er aðeins 22 ára. Ryo Ishikawa minnti okkur á að hann er svo sannarlega eitt af undrabörnum golfsins þegar hann var á 7 undir pari, 65 höggum og er aðeins 3 höggum á eftir forystumanninum, Adam Scott,  á  Arnold Palmer Invitational. Ishikawa hefir sigrað 10 sinnum á japanska PGA, en hefir ekkert gengið eins vel á PGA Tour í Bandaríkjunum. Arnold Palmer Invitational er eiginlega spilað á „heimavelli“ Ishikawa en hann býr aðeins í 5 mínútna akstur frá Bay Hill og æfir oft þar.  Ishikawa er líka með „heimili að heiman“ í Las Vegas þar sem hann býr þegar hann spilar á Vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrir 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 01:00

LPGA: Mirim Lee efst á JTCB e. 1. dag

Það er fremur óþekktur kvenkylfingur frá Suður-Kóreu, Mirim Lee,  sem tekið hefir forystu á JTCB Founders Cup.  Lee lék á samtas 8 undir pari, 64 höggum. Hún fékk 9 fugla og 1 skolla á hringnum.  Mirim er sem stendur nr. 92 á Rolex-heimslistanum.  Hún er fædd 25. október 1990 og á þvi sama afmælisdag og kínverski undradrengurinn Guan Tian-lang. Mirim er 23 ára. JTCB Founders Cup. fer fram í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona. Í 2. sæti er Morgan Pressel einu höggi á eftir Mirim, á 7 undir pari, 65 höggum. Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar eru síðan jafnar í 3. sæti þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, fyrrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 21:54

PGA: Bubba með ofnæmi – dró sig úr mótinu á Bay Hill eftir hring upp á 83 högg!

Bubba Watson dró sig úr Arnold Palmer Invitational presented by MasterCard, í dag, 1. mótsdag og bar fyrir sig ofnæmi. Hann var með hring upp á 83 högg þ.á.m. með 11 högg á einni holu. Þetta er hæsta skor hans á PGA Tour frá árinu 2008, á 2. hring á Memorial Tournament. Bubba var með fugl, 3 skolla og þrefaldan skolla og bætti síðan við fimmföldum skolla á par-5 6. holunni. Bubba er ein af sleggjum PGA Tour og ótrúlegt að hann skuli hafa verið með 11 högg á par-5u! Bubba hefir engu að síður gengið vel að undanförnu þannig varð hann í 2. sæti á World Golf Championships-Cadillac Championship fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 21:30

Adam Scott heppinn – Myndskeið af 12 metra arnarpúttinu á Bay Hill

Að vori 2001 gekk hinn 20 ára ástralski Adam Scott af 1. teig Bay Hill Club and Logde og rakst á eigandann, sem sat í golfbíl þar rétt hjá og fylgdist með honum. „Adam, það er frábært að hafa þig hér,“ brosti geislandi golfgoðsögnin, Arnold Palmer, en Adam segist hafa brugðið  að Arnie skyldi þekkja hann með nafni og þeir tókust í hendur. Nú 13 árum síðar,  orðinn „aðeins“ frægari, var Adam á 10 undir pari, 62 glæsihöggum á 1. mótsdegi Arnold Palmer Invitational, á golfsstað Arnie og jafnaði þar með lægsta skor sitt og lægsta skorið sem nokkru sinni hefir náðst á Bay Hill! „Ég get ekki kvartað, verð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 16:00

Tiger verður í lagi fyrir Masters

Það verður í lagi með Tiger fyrir Masters risamótið, sem fram fer dagana 10.-13. apríl n.k. fái hann rétta meðferð við verkjakippunum í bakinu segir  (10.-13. apríl) Dr. Alfred O. Bonati, stofnandi Bonati Spine Institute í Hudson, Flórída. „Hann getur alveg örugglega verið með,“ sagði Bonati, sem er sérfræðingur í laseruppskurðum í baki „Ef ég fæ hann milli handanna og sé betur hvað er að honum, kem ég honum í lag fyrir Masters.“ Bæði Bonati og PGA Tour sjúkraþjálfarinn Corey Hug sögðu að bakverkjakippir gætu stafað af  hryggþófaraski (ens. herniated disk) eða pirringi í liðamótum. Báðir sögðu að lengur tæki að ná sér væri um hryggþófarask að ræða og Bonati sagði að Lesa meira