Upphaf The Masters (1/2)
Nú er örstutt í að eitt vinsælasta risamót golfsins hefjist: The Masters.
En hvernig hófst þetta allt saman?
Fyrir 80 árum voru valdhafar heimsins uppteknir líkt og í dag – fyrirsagnir dagblaða vorið 1934 voru uppfull af „stórum nöfnum“ sögunnar í dag.
Roosevelt Bandaríkjaforseti var að reyna að koma í veg fyrir verkfall meðal starfsmanna í bílaframleiðslugeiranum. Adolf Hitler var að reyna að öðlast meiri vinsældir í Þýskalandi. Clark Gable fór á Óskarinn en Katherine Hepburn og Charles Laughton neituðu að mæta.
Á forsíðum íþróttafréttamiðla í Bandaríkjunum var greint frá að Babe Ruth og Lou Gehrig væru að æfa sig í að ná „home run“ í bandaríska hafnarboltanum fyrir New York Yankees.
Í Augusta var annð stórt nafn á forsíðunum en það var Robert T Jones Jr. – sem alltaf var kallaður Bob af vinum sínum. Hann var að snúa sér aftur að keppnisgolfi. Mótsstaðurinn var Augusta National Golf Club, og mótið fyrsta Augusta National Invitation Tournament.
Klukkan 10:35 þann 22. mars 1934, sló Jones teighögg sitt á því sem nú er 10. holan á Augusta National.
Jones ásamt spilafélaga sínum Paul Runyan gengu niður eftir fallegum brautum Augusta.
Fyrir Jones var miklu meira í húfi en afturhvarf hans til keppnisgolfs. Þetta snerist núna um klúbbinn, sem hann var meðstofnandi að, Augusta Nationa og mótið…. the Masters, mótið sem varð með tímanum ein mesta gjöf sem golfi hefir verið gefin.
Ferill Jones frá 11. flöt á Merion Cricket Club þann. 27. mars 1930 – þegar hann vann Eugene Homans og U.S. Amateur þar til hann náði Grand Slam og fram að Augusta 3½ ári síðar er áhugaverð.
Það verður að taka með í dæmið að Jones hafði ekkert séð Fruitland Nurseries, staðinn þar sem Augusta National var byggt, þar til eftir að hann náði Grand Slammi sínu.
Þeir Bob Jones og Clifford Roberts, sem deildu sýninni á einkagolfklúbb og árlegu móti sem myndi lyfta þeim Jones og félögum hans á stall, voru að reyna að fjármagna sýn sína á hápunkti kreppunnar miklu.
„Flestir golfklúbbar voru að pakka saman í kreppunni,“ sagði Sid Matthew. lögmaður og sagnfræðingur. „Þvílík gífurleg áskorun sem það var fyrir þá að byggja atburðinn og staðinn upp. Og gera hvorutveggja vinsælt.“
Jones hafði verið að planleggja að draga sig í hlé í nokkurn tíma, en það var samt sjokk fyrir almenning þegar hann tilkynnti það 1930. Þegar allt kom til alls var hann aðeins 28 ára.
Pressan af að keppa í risamótum tók toll sinn af Jones. Hann var uppáhald allra í öllum mótum og hann hlakkaði til þess dags þegar hann gæti bara notið golfleikjar með vinum sínum og vera ekki alltaf umgefin af aðdáendum.
Þannig að hann og Roberts byggðu saman draumagolfvöll Bob Jones. En hann var með fjölmörg önnur járn í eldinum.
Jones fór t.a.m til Hollywood árið 1931 og gerði virkilega vinsæla kvikmyndaseríu sem varð afar vinsæl How I Play Golf. Hann geðri líka samning við íþróttavöruframleiðandann Spalding og var upphafsmaður allskyns nýjunga í golfútbúnaðarframleiðslu s.s. eins og að kylfustærð og gerð væru skráðar (the registration of club specifications) og eins í þróun á “matched” set of clubs.
Jones fór tilbaka til Kaliforníu 1933 til þess að gera golfkennslukvikmynd og hann skrifaði líka heilmikið um golf var m.a. aðstoðarritstjóri golftímaritsins The American Golfer.
Hann varði líka miklum tíma í að fylgjast með vinum sínum í meistaramótum um öll Bandaríkin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024