Hvað er í pokunum hjá sigurvegurum helgarinnar?
Hér að neðan fer það sem var í sigurpokum sigurvegara helgarinnar: Matt Every, sem sigraði á Arnold Palmer Invitational á PGA Tour; Karrie Webb sem sigraði á JTBC Founders Cup á LPGA mótaröðinni og Jeff Maggert sem sigraði á Mississippi Resort Golf Classic, á Champions Tour. Eftirfarandi var í sigurpoka Matt Every: • DRÆVER: Callaway Big Bertha (9.0°, Fujikura Motore Speeder VC 7.0 X skaft) • BRAUTARTRÉ: Callaway X2 Hot Pro (15 °, Aldila Tour Blue 75 X skaft) and TaylorMade Burner SuperFast (18°, Nventix Nunchuk skaft) • JÁRN: Callaway Apex Pro (4-9 járn, KBS Tour-V 125 X sköft) • FLEYGJÁRN: Callaway Apex Pro (48° KBS Tour-V 125 X sköft) Lesa meira
Sigurði Arnari gekk vel á US Kids móti!
Sigurður Arnar Garðarsson, 12 ára kylfingur í GKG, lauk keppni í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, en hann tók þátt í USKids mótaröðinni á Jekyll Island vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Sigurður stóð sig með stakri prýði og hafnaði í 12. sæti, en hann lék hringina tvo á 79 og 75 höggum (+10). Það var Bandaríkjamaðurinn Tyler Lipscomb, sem sigraði 12 ára flokkinn á 6 höggum undir pari. Úrslit mótsins er hægt að sjá hér. USKids mótaröðin er leikin víðvegar í Bandaríkjunum og í Evrópu, og er mjög góður vettvangur til að öðlast reynslu í mótum erlendis. Þátttakan í mótinu eflir áhugann enn frekar hjá Sigurði og hvetur hann Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur keppni á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hefja leik á Avenue Spring Break Classic í Kapalua, Maui á Hawaii í dag. Þátttakendur í mótinu eru 88 frá 15 háskólum. Guðrún Brá fer út af 11. teig og á rástíma kl. 8:45 en mótið er með shotgun starti þ.e. allir hefja leik samtímis. Að okkar tíma hér á Íslandi er það kl. 18:45 í kvöld. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már öðlast fast sæti í keppnisliði McNeese það sem eftir er keppnistímabilsins
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja keppni í 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas í dag. Mótið er tveggja daga þ.e. stendur dagana 24.-25. mars 2014. Þátttakendur eru lið 14 háskóla, en auk Mc Neese taka þátt: Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State and Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt taka þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin. Í liði McNeese eru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin Eriksson, Geoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Garðarsson. Á heimasíðu McNeese segir að Ragnar snúi aftur til keppni eftir að hafa ekki verið með á Border Olympics mótinu í síðustu viku. Þjálfari Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari hefja keppni í Arkansas í dag
Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir keppa í liði Arkansas Monticello hefja í dag keppni í UAFS Invitaional sem fram fer í Fort Smith í Arkansas. UAFS háskólinn er gestgjafi en þetta er árlegt mót þeirra, Lions Golf Classic og keppa bæði kvenna- og karlalið skólanna, sem þátt taka í mótinu. Mótið stendur dagana 24.-25. mars og fer fram í Hardscrabble Country Club. Hringurinn í dag, mánudaginn 24. mars hefst með shotgun starti, meðan lokahringurinn á þriðjudag hefst kl. 8:30 Eftirfarandi 11 lið keppa í karlaflokki í mótinu: UAFS, Newman, Texas A&M International, Northwestern Oklahoma State, Southeastern Oklahoma State, Cameron University, East Central University, Texas A&M-Commerce, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Stefanía Krístín báðar á 2. besta skori liða sinna á Wingate mótinu
Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens taka þátt í Wingate Pinehurst Challenge mótinu, en mótið hófst í gær og lýkur í dag 24. mars 2014. Báðar eru þær á 2. besta skori liða sinna. Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum. Íris Katla lék á 89 höggum og deilir 47. sætinu í einstaklingskeppninni, en „the Royals“ golflið hennar er í 7. sæti í liðakeppninni. Stefanía Kristín lék á 90 höggum og deilir 58. sætinu í einstaklingskeppninni, en „the Falcons“ golflið hennar er í 17. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á Wingate Pinehurst Challenge eftir fyrri mótsdag Lesa meira
LPGA: Webb sigurvegari JTBC!
Það var ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem stóð uppi sem sigurvegari í JTBC Founders Cup, sem fram fór í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona. Webb lék samtals á 19 undir pari, 269 höggum (66 71 69 63) eftir glæsilokahring upp á 63 högg!!! Á hringnum fékk Webb 10 fugla og 1 skolla, þ.á.m. 4 fugla í röð á 13.-16. holu!!! Fyrir sigurinn fékk Webb $225.000,- Í 2. sæti urðu 5 kylfingar, allar 1 höggi á eftir Webb þ.e. á samtals 18 undir pari, 270 hver en þetta voru þær Lydia Ko, Stacy Lewis, Azahara Muñoz, Amy Yang og Mirim Lee. Hver þeirra hlaut $ 85.895,- í verðlaunafé. Til þess að sjá Lesa meira
PGA: Matt Every sigraði á Bay Hill! – Hápunktar lokahringsins
Öllum að óvörum stóð bandaríski kylfingurinn Matt Every uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational. Every lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (69 70 66 70). Í 2. sæti varð Keegan Bradley, en hann náði ekki að fylgja eftir glæsihring sínum upp á 66 högg á 3. degi, hann var á sléttu pari, 72 höggum og 1 höggi á eftir sigurvegaranum Matt Every. Bradley le´k samtals á 12 undir pari, 276 höggum (71 67 66 72). Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem var með pálmann í höndunum um miðbik mótsins þegar hann var efstur með 7 högga forystu á næstu menn, átti afleitan lokahring upp á 76 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2014
Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963. Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna að bæði dóttir hennar Jódís og sonur hennar Axel Bóasson hafa spilað á Eimskipsmótaröðinni, og Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011 og stendur sig feykivel í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Mississippi State. Kristín sjálf sigraði 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er næstum alltaf með þeirra efstu. Kristín er auk þess núverandi Íslandsmeistari í flokki 50+ með Lesa meira
Upphaf the Masters (2/2)
Þann 15. júlí 1931, var í fréttum í The Augusta Chronicle að Bobby Jones hefði valið Augusta sem nýjan völl sinn. „Bobby Jones byggir draumagolfvöll sinn á landareign Berckmans” sagði í forsíðufrétt en henni fylgdi grein íþróttafréttaritara Atlanta, O.B. Keeler, sem var vinur Jones og skrifaði síðar ævisögu hans. Svo undarlegt sem það hljómar tók bygging Augusta National minna en 2 ár. Völlurinn opnaði í desember 1932 fyrir takmörkuðu spili og formleg opnun var 2 mánuðum síðar. Að fá menn til að ganga í nýja golfklúbbinn reyndist erfiðara í kreppunni en Jones og Roberts lifðu kreppuna af …. og klúbburinn þeirra líka. Aðalatriðið var að halda fínt mót á vellinum. Lesa meira










