Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2014 | 01:00

PGA: Scott bara með 3 högga forystu fyrir lokahring Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 3. dags

Stóra spurningin er þessi: Tekst Adam Scott að halda út og standa uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational?

Nr. 2 á heimslistanum er búinn að vera í forystu alla mótsdagana og þegar bara er eftir að spila lokahringinn leiðir hann enn.

Fyrir 3. hring var hann með 7 högga forystu á næstu menn, en nú er Keegan Bradley búinn að sneiða forystu Scott niður í 3 högg.

Adam Scott er samtals búinn að spila á 15 undir pari, 201 höggi (62 68 71) meðan Keegan Bradley, sem er í 2. sæti er  á samtals 12 undir pari , 204 höggum (71 67 66).

Matt Every og Jason Kokrak deila 3. sætinu á 11 undir pari og síðan eru Chesson Hadley og Francesco Molinari í 5.sæti á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: