Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2014 | 01:30

LPGA: Ko efst fyrir lokahring JTBC

Það er hin ný-sjálenska Lydia Ko, sem er í efsta sæti fyrir lokahring JTBC Founders Cup í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona.

Ko er samtals búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum  (67 66 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Mirim Lee og Jessica Korda, á samtals 15 undir pari, hvor.

Enn öðru höggi á eftir er hin suður-kóreanska Sun Young Yoo á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: