Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 10:00

Atli Már sigraði í 3. púttmóti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots – Inga best af konunum

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má finna úrslit úr 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots: „Þá er þriðja mótinu í púttmóti Hraunkots og FootJoy lokið og því aðeins eitt mót eftir sem verður 06. apríl. Það voru ekki nema 30 manns sem tóku þátt í þessu móti sem voru viss vonbrigði. Reyndar var mjög gott veður úti og margir nýttu sér það til að slá og æfa sveifluna. Einnig voru fjölmargir krakkar og foreldrar í æfingaferð á Spáni sem nú stendur yfir, en þau hafa verið dugleg að mæta í mótin. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. sæti Atli Már Grétarsson 27 pútt (13-14) 2. sæti Inga Magnúsdóttir 29 pútt (14-15) 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 09:45

Phil Mickelson á ruðningsboltaleik

Nr. 5 á heimslistanum, Phil Mickelson dró sig úr Valero Texas Open á laugardaginn, vegna tognaðs innri kviðvöðva eftir að hafa með ótrúlegum hætti komist í gegnum niðurskurð deginum áður. Þegar Phil dró sig úr mótinu sagðist hann ætla til San Diego til þess að fara til læknis. Hann fór þó ekki beint af mótinu í Texas til læknisins. Það sást nefnilega til hans á ruðningsboltaleik San Antonio Spurs, sama kvöld og hann dró sig úr mótinu. Hann sagðist hafa lofað 14 ára dóttur sinni að fara með henni á leikinn og þrátt fyrir að hann væri þjáður af tognaða kviðvöðvanum úti á velli virtist hann skemmta sér ágætlega á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 08:30

Vellir GR koma vel undan vetri

Fyrir helgi skrifaði Garðar Eyland eftirfarandi á heimasíðu GR: „Í morgun kl.7:10 (27/3 2014) þegar ég kom út hafði ég á tilfinningunni að vorið væri ekki langt undan, veturinn er búin að vera frekar harður fyrir starfsemi okkar kylfinga. Menn hafa haft áhyggjur af miklu frosti í jörðu og klakamyndun á golfvöllum. Snemma í janúar eða þann sjötta, var tekin sú ákvörðun hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að mölva klakann af öllum flötum á báðum völlum klúbbsins, árangurinn af þeirri aðgerð er framar vonum. Með úrkomunni í gær leystist upp sá klaki sem eftir var og virðast flatir og brautir koma nokkuð vel undan vetri, þótt finna megi smá áverka á stökum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 07:53

Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu í dag

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State hefja í dag keppni í ULM Wallace Jones Invitational mótinu. Mótið fer fram í í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun, Louisiana og stendur dagana 31. mars – 1. apríl 2014. Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette hefja keppni í dag í Memphis, Tennessee. Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og „The Falcons“ golflið Pfeiffer hefja keppni í dag í The Cliffs Intercollegiate, í Travellers Rest, Suður-Karólínu. Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon GKG, hefja loks líka keppni ásamt golfliði Arkansas Monticello í ULM Invitational í Calvert CC. í Monroe, Louisiana.    

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 3. sæti á Bryan mótinu – Berglind á besta skori UNCG

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, tóku þátt í  Bryan National Collegiate mótinu. Mótið fór fram á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 96 frá 19 háskólum. Ólafía Þórunn lék á samtals 16 yfir pari 232 höggum (78 73 81) og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni.  Þess mætti geta að skorið var hátt á línuna (þ.e. hjá öllum keppendum)  á 3. og síðasta hring vegna þess að veðrið var snarklikkað, hífandi rok og varla hægt að spila golf. Berglind lék á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (79 80 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 03:00

LPGA: Anna Nordqvist sigurvegari Kia Classic

Anna Nordqvist stóð uppi sem sigurvegari á Kia Classic mótinu, sem fram fór í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu. Hún lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (73 68 67 67). Fyrir lokahringinn var Nordqvist 2 höggum á eftir þeim Kerr og Salas. „Ég er mjög ánægð. Ég get enn ekki trúað þessu,“ sagði Nordqvist, sem búin er að vera sjóðandi heit það sem af er árs, en hún sigraði líka á Honda LPGA Thailand mótinu fyrir mánuði síðan. „Ég var tveimur höggum á eftir fyrir lokahringinn í dag, en í morgun sagði ég við sjálfa mig að gefa þessu sjéns og ég endaði með að ná fullt af fuglum. Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 02:00

PGA: Steven Bowditch sigraði á Valero Texas Open – Hápunktar lokahringsins

Ástralinn Steven Bowditch vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour nú fyrr í kvöld þegar hann sigraði á Valero Texas Open. Bowditch spilaði á samtals 8 undir pari, 280 höggum (69 67 68 76). „Ég er yfir mig ánægður, ég trúi þessu ekki,“ sagði Bowditch þegar sigurinn var í höfn. „Ég hef ekki hugmynd [hvernig ég komst í gegnum þetta], ef ég á að segja satt.“ „Ég bara leitaði í reynslubrunninn og í ráð ólíkra aðila.“ „Þetta var bara mín vika, geri ég ráð fyrir,“ sagði himinnlifandi Bowditch, sem gulltryggði sér farmiðann á fyrsta Masters risamótið sitt með sigrinum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru þeir Daniel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson – 30. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði.  Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 71 árs afmæli í dag!!!  Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (56 ára); Jenny Lidback, 30. mars 1963 (51 árs);   Ólafur Hreinn Jóhannesson, 30. mars 1968 (46 ára);  Chloe Rogers, 30. mars 1985 (29 ára); Connor Arendell, 30. mars 1990 (24 ára)  … og … Audur Jonsdottir F. 30. mars 1973 (41 árs) Sigurður U. Sigurðsson F. 30. mars 1963 (51 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 10:30

Kylfingurinn Babe Didrikson Zaharias – III. grein

Hér fer þriðja og lokagreinin í röð þriggja golfgreina greinarhöfundar, sem áður hefir birtst, með  góðfúslegu leyfi hennar, á iGolf sunnudaginn 24. janúar 2010, þ.e. fyrir rúmum 4 árum: Babe og kvenleikinn Babe braut allar óskrifaðar reglur um kvennleika á sínum tíma, þ.m.t. “reglur” sem giltu um kvenníþróttir. Þó að hún hafi aðeins verið um 1,65 m að hæð, var hún líkamlega sterk og opinská um kraft sinn. Jafnvel þó hún væri íþróttahetja í augum flestra þótti mörgum hún helst til “karlmannleg”. Hún dó 10 árum fyrir seinni bylgju kvenfrelsis í Bandaríkjum, sem breytti bandarísku samfélagi á þann veg að menn áttu auðveldara með að taka kveníþróttamenn, eins og Billie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 09:30

GK: Sunnudagspúttmót Hraunkots og Footjoy í dag

Í dag fer fram næstsíðasta púttmótið í  glæsilegri púttmótaröð í Hraunkoti, Hafnarfirði,  í samstarfi við Footjoy. Leiknir verða tveir hringir og gildir betri hringurinn.  Þriðja mótið (í dag, sunnudaginn 30. mars 2014) fer fram milli  kl. 13-18. Glæsileg verðlaun verða í hverju móti: 1. sæti FJ Street golfskór 2. sæti FJ Golfbolur 3. sæti FJ kuldahúfa og FJ GTX golfhanski 4. sæti FJ golfsokkar og FJ GTX golfhanski 5. sæti Gullkort í Hraunkoti 6. sæti Gullkort í Hraunkoti 20. sæti Platínukort í Hraunkoti Mótsdagar 16. mars, 23. mars, 30. mars og 6. apríl. Verð einungis 500 kr. Allir velkomnir!!!