Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 07:53

Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu í dag

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State hefja í dag keppni í ULM Wallace Jones Invitational mótinu.

Mótið fer fram í í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun, Louisiana og stendur dagana 31. mars – 1. apríl 2014.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette hefja keppni í dag í Memphis, Tennessee.

Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og „The Falcons“ golflið Pfeiffer hefja keppni í dag í The Cliffs Intercollegiate, í Travellers Rest, Suður-Karólínu.

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon GKG, hefja loks líka keppni ásamt golfliði Arkansas Monticello í ULM Invitational í Calvert CC. í Monroe, Louisiana.