Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á John Kirk Panther Intercollegiate í dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, hefur leik á John Kirk Panther Intercollegiate í dag. Mótið fer fram í Eagle´s Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu-ríki.  Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Sunna á rástíma af 10. teig, kl. 9:57 að staðartíma (þ.e. kl. 13:57 hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Sunnu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 08:30

LPGA: Kerr og Salas leiða fyrir lokahring Kia Classic

Það eru bandarísku kylfingarnir Cristie Kerr og Lizette Salas, sem deila efsta sætinu fyrir lokahring Kia Classic mótsins, sem fram fer á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu. Báðar eru þær búnar að leika á samtals 10 undir pari, 206 höggum; Kerr (68 68 70) og Salas (69 68 69). Tveimur höggum á eftir í 3. sæti eru þær: Anna Nordqvist, Ayako Uehara, forystukona 2. dags Dori Carter og Shanshan Feng. Sjöunda sætinu, 3 höggum á eftir forystukonunum eru þær Lexi Thompson, Stacy Lewis, Eun-Hee Ji og Chella Choi. Ljóst er að hart verður barist á lokahring Kia Classic og alls óvíst hver uppi stendur sem sigurvegari, enda munur milli stúlknanna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 05:30

Enn 13 dagar til að bjóða í kylfur Ben Hogan frá 1953 – hæsta boð nú kr. 2.360.000,-

Golf 1 var nú fyrr í mánuðnum með frétt um uppboð Green Jacket Auctions á járnakylfum eins besta kylfings sögunnar, Ben Hogan frá 1953.  Sjá með því að SMELLA HÉR:  Árið 1953 var ár mikillar velgengni Hogan, en hann vann m.a. 3 risamót á því ári (The Masters, Opna breska og Opna bandaríska); einungis leiðindatímasetning á PGA Championship, sem fór fram á sama tíma og Opna breska, á því ári, kom í veg fyrir að Hogan næði Grand Slam þ.e. tækist að sigra í öllum 4 risamótunum á sama ári. „Green Jacket Auctions“ er með  kylfur Hogan á uppboði, og stendur uppboðið til kl. 8 ET í Bandaríkjunum (að staðartíma) 12. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 04:00

PGA: Bowditch efstur – Hápunktar 3. dags

Steven Bowditch var á 3 undir pari eftir fyrstu tvær spiluðu holurnar  á 3. hring Valero Texas Open, sem fram fer á TPC San Antonio. Samtals er Bowditch á 12 undir pari, 204 höggum. Andrew Loupe (70) og Matt Kuchar (65) deila 2. sætinu fyrir lokahringinn, báðir 3 höggum á eftir Bowditch á samtals 9 undir pari, 207 höggum.  Pat Perez er síðan í 4. sæti á samtals 8 undir pari og Kevin Na í 5. sæti á samtals 7 undir pari. Örn Bowditch á 2. holu var örn nr. 2 í mótinu í þessari viku. Hann setti niður örn af 83 yarda (76 metra) færi á par-4, 12 holunni á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 22:00

Gerina Piller 29 ára

Golf 1 gleymdi að telja bandarísku Solheim Cup stjörnuna Gerinu Piller meðal afmæliskylfinga dagsins en hér verður bætt úr. Gerina á afmæli 29. mars 1985 og er því 29 ára í dag. Hún er fædd í Roswell, Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Gerina er gift Martin Piller, sem lék á Web.com túrnum og er oft kaddý hjá henni. Gerina útskrifaðist frá University of Texas í El Paso, en hún spilaði öll 4 ár sín þar með golfliði skólans og vann 4 sinnum í einstaklingskeppni þar. Gerina gerðist atvinnukylfingur 2007, en fyrstu 3 árin spilaði hún á Futures Tour. Á LPGA komst hún ekki fyrr en 2010 en hefir enn sem komið er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 21:45

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1 Golf er leikur stærðfræði. Þetta er formúlan sem hjálpar leik ykkar, SH=txF2. Þessi formúla sýnir líkurnar á slæmu höggi (SH), en t(ölulegur) fjöldi þeirra eykst sinnum annað veldið af F (ólkinu) sem er að horfa á. Nr. 2 Hér eru nokkrar golftilvitnanir sem hafðar eru eftir kylfingnum Dave Hill  (f. 20. maí 1937 – d. 27. september 2011): a) Golf is the hardest game in the world to play, and the easiest to cheat at. b) The golf swing is like sex. You can’t be thinking about the mechanics of the act while you are performing. c) My game is so bad I gotta hire three caddies. One Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 20:30

GKJ: Axel Jóhann og Jón Hilmar sigruðu á Vormóti I

Í dag fór fram í sól og blíðu á Hlíðavelli, í Mosfellsbæ fyrsta stórmót ársins á höfuðborgarsvæðinu, Vormót 1. Í mótið voru skráðir 143 kylfingar og luku 139 keppni, 127 karlkylfingar og 12 kvenkylfingar. Golf 1 var á staðnum og má hér sjá litla myndaseríu frá þessu fyrsta móti SMELLIÐ HÉR:  Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í annars vegar punktakeppni með forgjöf og hins vegar höggleik án forgjafar. Í verðlaun voru úttektir hjá Golf Outlet að verðmæti kr. 20.000 (1. sæti); 15.000 (2. sæti) og 10.000 (3. sæti). Sigurvegari í punktakeppni með forgjöf var Axel Jóhann Ágústsson, GR (39 punktar); í 2. sæti varð klúbbfélagi hans Örn Bermann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 20:30

Vormót I hjá GKJ – 29. mars 2014

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 16:45

LPGA: Dori Carter efst e. 2. dag Kia Classic

Það eru 5 bandarískir kylfingar sem raða sér í efstu sætin á Kia Classic mótinu í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu e. 2. dag mótsins. Í efsta sæti er Dori Carter á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64). Í 2. sæti, tveimur höggum á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggum eru þær Stacy Lewis og Cristie Kerr. Í 4. sæti er mexíkósk-bandaríski kylfingurinn Lisette Salas, sem oft er ofarlega í mótum en á enn eftir að sigra á fyrsta LPGA mótinu sínu. Fimmta sætinu deila síðan þær Tiffany Joh frá Bandaríkjunum og Marijo Uribe frá Kólombíu, báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Meðal þeirra sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Toggi Bjöss —— 29. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Toggi Bjöss, en hann er fæddur 29. mars 1944 og á því 70 ára  stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Togga til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Toggi Bjöss  F. 29. mars 1944 (70 ára stórafmæli!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Sue Fogleman, 29. mars 1956 (58 ára) spilaði á LPGA;  Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (53 ára);  Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (52 ára); Lori Atsedes  29. mars 1964 (50 ára stórafmæli!!!); Gerina Piller, 29. Lesa meira