Lucinda (t.h.) ásamt Ingu Magnúsdóttur.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 10:00

Atli Már sigraði í 3. púttmóti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots – Inga best af konunum

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má finna úrslit úr 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots:

„Þá er þriðja mótinu í púttmóti Hraunkots og FootJoy lokið og því aðeins eitt mót eftir sem verður 06. apríl. Það voru ekki nema 30 manns sem tóku þátt í þessu móti sem voru viss vonbrigði. Reyndar var mjög gott veður úti og margir nýttu sér það til að slá og æfa sveifluna. Einnig voru fjölmargir krakkar og foreldrar í æfingaferð á Spáni sem nú stendur yfir, en þau hafa verið dugleg að mæta í mótin. Úrslitin urðu eftirfarandi:

Sigurvegari í 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots, Atli Már Grétarsson, GK, Í

Sigurvegari í 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots, Atli Már Grétarsson, GK.

1. sæti Atli Már Grétarsson 27 pútt (13-14)
2. sæti Inga Magnúsdóttir 29 pútt (14-15)
3. sæti Jakob Richter 30 pútt (16-14)
4. sæti Víðir Atlasson 30 pútt (15-15)
5. sæti Sveinbjörn Guðmundsson 30 pútt (15-15)
6. sæti Arnar Atlasson 31 pútt (18-13)

Aukaverðlaun fyrir 20. sæti Guðbjörg Sigurðardóttir.

Hraunkot og FootJoy þakka fyrir þáttökuna og minna á síðasta mótið sem verður 06. apríl. Vinningshafar geta vitjað vinninga í afgreiðslu Hraunkots.“