Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 03:00

LPGA: Anna Nordqvist sigurvegari Kia Classic

Anna Nordqvist stóð uppi sem sigurvegari á Kia Classic mótinu, sem fram fór í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu.

Hún lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (73 68 67 67). Fyrir lokahringinn var Nordqvist 2 höggum á eftir þeim Kerr og Salas.

„Ég er mjög ánægð. Ég get enn ekki trúað þessu,“ sagði Nordqvist, sem búin er að vera sjóðandi heit það sem af er árs, en hún sigraði líka á Honda LPGA Thailand mótinu fyrir mánuði síðan.

„Ég var tveimur höggum á eftir fyrir lokahringinn í dag, en í morgun sagði ég við sjálfa mig að gefa þessu sjéns og ég endaði með að ná fullt af fuglum. Ég er mjög ánægð með að vera búin að sigra tvisvar á þessu keppnistímabili.“

Aðeins 1 höggi á eftir (eina ferðina enn) varð Lizette Salas á samtals 12 undir pari, 276 höggum (69 68 69 70).

Í 3. sætinu varð svo Lexi Thompson á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 70 70 68).

Í 4. sætinu varð Chella Choi frá Suður-Kóreu og í því 5. Cristie Kerr.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: