Golfvellir á Spáni: Costa Ballena í Andaluciu
Costa Ballena er einn völlurinn þar sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram á – hann er t.a.m. sá völlur sem Birgir Leifur okkar Hafsteinsson, valdi að spila á 2. – 5. desember 2011; en þá er keppt samtímis á 4 völlum Spánar; hinir eru Las Colinas í Alicante, El Valle í Murcia og La Manga í Cartagena. Þess mætti geta að stór hópur afrekskylfinga úr Golfklúbbnum Keili er nú við æfingar undir styrkri stjórn Björgvins Sigurbergssonar, á Costa Ballena. Staðurinn er í uppáhaldi hjá stórum hópi íslenskra kylfinga sem fara þangað ár eftir ár. Íslenskir kylfingar búsettir erlendis nota m.a. tækifærið til að hitta landa sína á Ballena Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Anna Nordqvist?
Anna Nordqvist hefir ekki gert endasleppt það sem af er ársins; hún er þannig búin að sigra tvívegis á sterkustu mótaröð heims, LPGA mótaröðinni; þ.e. fyrri sigurinn kom fyrir 2 mánuðum í Honda LPGA Thailand og síðan sigraði hún nú um helgina þ.e. 30. mars 2014 á Kia Classic mótinu. Stórglæsilegt hjá Solheim Cup stjörnunni Nordqvist!!! En hver er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist? Anna fæddist í Eskilstuna í Svíþjóð 10. júní 1987 og er því 26 ára. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segir fjölskyldu sína og þjálfarana Katarínu Vangdal og Maríu Bertilskjöld hafa haft mest áhrif á sig í golfinu. Sem stendur er Anna nr. 10 á lista Lesa meira
Heimslistinn: Bowditch upp um 205 sæti!
Steven Bowditch tók risastökk upp heimslistann, þ.e. fór upp um 205 sæti á heimslistanum eftir sigur sinn á Valero Texas Open. Fyrir ári síðan var hann í 569. sæti heimslistans, en fyrir mótið var hann í 339. sætinu og fór eins og segir upp um 134 sæti! Þetta er í fyrsta sin sem Bowditch nær svo hátt á heimslistanum. Staða efstu 10 á heimslistanum skiptist með eftirfarandi hætti (4 eru frá Bandaríkjunum, 4 frá Evrópu og 2 frá Ástralíu): 1. sæti Tiger Woods, 9. 27 stig 2. sæti Adam Scott, 8,37 stig 3. sæti Henrik Stenson, 8.20 stig 4. sæti Jason Day, 6,87 stig 5. sæti Phil Mickelson, 6,29 stig Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 6. sæti e. 2. dag í Georgíu
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, er við keppni ásamt liði sínu Elon, í John Kirk Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Eagle´s Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu-ríki og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Mótið stendur dagana 30. mars – 1. apríl 2014 og lýkur í gær. Sunna hefir samtals leikið á 8 yfir pari, 152 höggum (77 76) og er sem stemdur í 23. sæti í einstaklingskeppninni.. Hún er á 2. besta skori Elon, sem er í 6. sæti í liðakeppninni og telur skor Sunnu því. Til þess að fylgjast með gengi Sunnu á John Kirk Panther Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
$20 milljóna glæsihýsi Elínar Nordegren næstum til
Elín Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods hlaut $100 milljónir þegar hún og Tiger skildu fyrir 4 árum, en lögskilnaðurinn gekk í gegn 23. ágúst 2010. Hún hefir nú varið 1/5 hluta af þeirri upphæð í að gera upp hús sitt á North-Palm Beach í Flórída og hefir verið að vinna í því s.l. 3 ár. M.a. réðist Elín í endurbætur og gerð á húsinu þar sem það uppfyllti ekki staðla í Flórída, sem öll hús verða að uppfylla um að vera örugg í hvirfilbyljum. En nú er allt að koma saman og verða til. Þar hefir hún skapað sér og börnum sínum og Tiger, Sam og Charlie öruggari, draumatilveru. Glæsihýsið er Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Bowditch?
Ástralinn Steven Bowditch vann s.l. sunnudag fyrsta mót sitt á PGA Tour : Valero Texas Open og mun þ.a.l. m.a. fá þátttökurétt á The Masters risamótinu, sem hefst eftir viku. Þetta verður líka fyrsta sinnið sem Bowditch tekur þátt í The Masters. Spurningar er hvaða kylfur voru í sigurpoka Bowditch? Svarið: Þær voru eftirfarandi: Dræver: Cleveland Classic XL (Miyazaki Kusula Tour Issue 56X skaft), 7.5° 3-tré: Callaway X Hot 3Deep (Fujikura Motore Speeder VC 8.2X Tour Spec skaft), 14.5° Blendingur: Callaway X2 Hot Pro (Fujikura Motore Speeder HB 9.8X Tour Spec skaft), 18° Járn: Cleveland 588 MB (3-9; True Temper Dynamic Gold X100 skaft). Fleygjárn: Cleveland 588 Forged (True Temper Lesa meira
Westy tekur þátt í Opna skoska
Lee Westwood (Westy) verður 41 árs seinna í mánuðnum en hann er fæddur 24. apríl 1973. Hann er einn þeirra kylfinga sem átt hafa langan farsælan golfferil, m.a. verið nr. 1 á heimslistanum en …. honum hefir aldrei tekist að sigra í risamóti. Og nú er ekki seinna að vænna. Þó aðeins sé 1 vika í að The Masters risamótið hefjist og þar með bjóðist kærkomið tækifæri Westy að krækja sér í sigurí, virðist hann þó líta aðeins lengra fram á veginn og telja sig eiga meiri möguleika að sigra Opna breska. Þannig sagði hann: „Ég hlakka virkilega til að snúa aftur á Opna skoska á þessu ári. Ég hugsa Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls í 6. sæti og Ari, Theodór og Arkansas Monticello í 11. sæti e. fyrri dag ULM Wallace Jones Inv.
Það eru hvorki fleiri né færri en 3 íslenskir kylfingar sem taka þátt í ULM Wallace Jones Inv., en mótið fer fram í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun, Louisiana. Annars vegar er það Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og hins vegar Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello. Þátttakendur í heild eru 72 frá 14 háskólum. Mótið stendur 31. mars – 1. apríl 2014 og lýkur því síðar í dag. Eftir fyrri dag og 2 leikna hringi er Andri Þór í 28. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 155 höggum (76 79). Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem er sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 5. sæti eftir fyrri dag Memphis Intercollegiate
Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayetta taka þátt í Memphis Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fer fram í Colonial Country Club í Memphis, Tennessee. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari (75 70) og deilir 5. sætinu í einstaklingskeppninni ásamt 2 öðrum. Haraldur Franklín er á besta skori Louisiana Lafayette sem er í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna í Memphis Intercollegiate eftir fyrri keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir F. 31. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (83 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (47 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (34 ára); Chrisje de Vries, 31. mars 1988 (26 ára) …. og …. Benedikt Sigurbjörn Pétursson F. 31. Lesa meira










