Vellir GR koma vel undan vetri
Fyrir helgi skrifaði Garðar Eyland eftirfarandi á heimasíðu GR:
„Í morgun kl.7:10 (27/3 2014) þegar ég kom út hafði ég á tilfinningunni að vorið væri ekki langt undan, veturinn er búin að vera frekar harður fyrir starfsemi okkar kylfinga. Menn hafa haft áhyggjur af miklu frosti í jörðu og klakamyndun á golfvöllum. Snemma í janúar eða þann sjötta, var tekin sú ákvörðun hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að mölva klakann af öllum flötum á báðum völlum klúbbsins, árangurinn af þeirri aðgerð er framar vonum. Með úrkomunni í gær leystist upp sá klaki sem eftir var og virðast flatir og brautir koma nokkuð vel undan vetri, þótt finna megi smá áverka á stökum stað.
Það hafa lyfst brúnir á mönnum og með hækkandi sól horfum við björtum augum til framtíðar, vonum við að vorið verði okkur hlýtt og gæfuríkt.
Með kveðju, Garðar Eyland.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024