Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 08:30

Heimslistinn: Bowditch upp um 205 sæti!

Steven Bowditch tók risastökk upp heimslistann, þ.e. fór upp um 205 sæti á heimslistanum eftir sigur sinn á Valero Texas Open.

Fyrir ári síðan var hann í 569. sæti heimslistans, en fyrir mótið var hann í 339. sætinu og fór eins og segir upp um 134 sæti!  Þetta er í fyrsta sin sem Bowditch nær svo hátt á heimslistanum.

Staða efstu 10 á heimslistanum skiptist með eftirfarandi hætti (4 eru frá Bandaríkjunum, 4 frá Evrópu og 2 frá Ástralíu):

1. sæti Tiger Woods, 9. 27 stig

2. sæti Adam Scott, 8,37 stig

3. sæti Henrik Stenson, 8.20 stig

4. sæti Jason Day, 6,87 stig

5. sæti Phil Mickelson, 6,29 stig

6. sæti Justin Rose, 6,00 stig

7. sæti Rory McIlroy, 5,93 stig

8. sæti Sergio Garcia, 5,90 stig

9. sæti Zach Johnson, 5,87 stig

10. sæti Dustin Johnson. 5,80 stig

Eins og sést m.a. þarf afar lítið eða aðeins 0,03 stig til þess að Sergio Garcia velti Rory úr 7. sæti heimslistans og eins vantar Zach Johnson aðeins 0,06 stig til þess að gera það sama.  Munur milli stórstjarnanna í 6. og 10. sæti er agnarsmár, eða aðeins 0,20 stig.

Jafnvel Tiger er ekki öruggur í 1. sætinu sem hann hefir setið sem fastast í metfjölda vikna eða 677 vikur.  Aðeins munar þó 0,9 stigi á honum og þeim sem á titil að verja á The Masters, Adam Scott.