Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 07:30

Hvað var í sigurpoka Bowditch?

Ástralinn Steven Bowditch vann s.l. sunnudag fyrsta mót sitt á PGA Tour : Valero Texas Open og mun þ.a.l. m.a. fá þátttökurétt á The Masters risamótinu, sem hefst eftir viku. Þetta verður líka fyrsta sinnið sem Bowditch tekur þátt í The Masters.

Spurningar er hvaða kylfur voru í sigurpoka Bowditch?  Svarið: Þær voru eftirfarandi:

Dræver: Cleveland Classic XL (Miyazaki Kusula Tour Issue 56X skaft), 7.5°

3-tré: Callaway X Hot 3Deep (Fujikura Motore Speeder VC 8.2X Tour Spec skaft), 14.5°

Blendingur: Callaway X2 Hot Pro (Fujikura Motore Speeder HB 9.8X Tour Spec skaft), 18°

Járn: Cleveland 588 MB (3-9; True Temper Dynamic Gold X100 skaft).

Fleygjárn: Cleveland 588 Forged (True Temper Project X 7.0 skaft), 50°, 54°, og 60°

Pútter: Rife Antigua Island Series

Bolti: Titleist ProV1x.