Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 00:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls í 6. sæti og Ari, Theodór og Arkansas Monticello í 11. sæti e. fyrri dag ULM Wallace Jones Inv.

Það eru hvorki fleiri né færri en 3 íslenskir kylfingar sem taka þátt í ULM Wallace Jones Inv., en mótið fer fram í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun, Louisiana.

Annars vegar er það Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og hins vegar Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello.

Þátttakendur í heild eru 72 frá 14 háskólum.  Mótið stendur 31. mars – 1. apríl 2014 og lýkur því síðar í dag.

Eftir fyrri dag og 2 leikna hringi er Andri Þór í 28. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 155 höggum (76 79).  Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem er sem stendur í 6. sætinu í liðakeppninni.

Theodór Emil er í 48. sætinu á samtals 159 höggum (85 74) en hann átt fremur erfiða byrjun og er með 11 högga sveiflu milli hringja!  Ari Magnússon er í 61. sætinu á samtals 164 höggum (85 79) og átti líkt og Theodór erfiða byrjun.  Theodór er á 3.-4. besta skori Arkansas Monticello en skor Ara telur ekki, að svo komnu.

Lokahringurinn verður líkt og áður segir leikinn síðar í dag og má fylgjast með gengi Íslendinganna með því að SMELLA HÉR: