Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 07:00

Westy tekur þátt í Opna skoska

Lee Westwood (Westy) verður 41 árs seinna í mánuðnum en hann er fæddur 24. apríl 1973.

Hann er einn þeirra kylfinga sem átt hafa langan farsælan golfferil, m.a. verið nr. 1 á heimslistanum en …. honum hefir aldrei tekist að sigra í risamóti.

Og nú er ekki seinna að vænna.

Þó aðeins sé 1 vika í að The Masters risamótið hefjist og þar með bjóðist kærkomið tækifæri Westy að krækja sér í sigurí, virðist hann þó líta aðeins lengra fram á veginn og telja sig eiga meiri möguleika að sigra Opna breska.

Þannig sagði hann: „Ég hlakka virkilega til að snúa aftur á Opna skoska á þessu ári. Ég hugsa að það sé fullkomni staðurinn til þess að æfa sig fyrir Opna breska og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef ákveðið að taka þátt í því…“