Sunna Víðisdóttir, GR og Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 6. sæti e. 2. dag í Georgíu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, er við keppni ásamt liði sínu Elon, í John Kirk Panther Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Eagle´s Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu-ríki og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Mótið stendur dagana 30. mars – 1. apríl 2014 og lýkur  í gær.

Sunna hefir samtals leikið á 8 yfir pari, 152 höggum (77 76) og er sem stemdur í 23. sæti í einstaklingskeppninni..  Hún er á 2. besta skori Elon, sem er í 6. sæti í liðakeppninni og telur skor Sunnu því.

Til þess að fylgjast með gengi Sunnu á John Kirk Panther Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: