Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Viva Schlasberg (26/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 6 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 4.-6. sætinu þ.e. þær Nobuhle  Dlamini,  Josephine Janson og Viva Schlasberg en þær léku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2014

Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20,  5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Hildur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín sigraði á Memphis Intercollegiate mótinu!

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayetta tóku þátt í Memphis Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram í Colonial Country Club í Memphis, Tennessee. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín sigraði í einstaklingskeppninni!!!! Glæsilegt!!!!! Frábær árangur hjá Haraldi Franklín!!! Haraldur Franklín lék  á samtals 1 undir pari, 215 höggum (75 70 70) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sætinu! Haraldur Franklín var að sjálfsögðu á besta skori Louisiana Lafayette sem hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Haraldar Franklín og golfliðs Louisiana Lafayette „The Raging Cajuns“ er Old Waverly Collegiate Championship 7. apríl n.k. Til þess að sjá lokastöðuna í Memphis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 02:00

Pettersen ekki með í Kraft Nabisco

Heimsins bestu virðast allir vera að drepast í bakinu þessa dagana. Það er ekki bara Tiger sem dregur sig úr risamóti – „Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að hún myndi ekki taka þátt í 1. risamóti kvennagolfsins í ár, Kraft Nabisco Championship, að því er virðist vegna brjósklos. Í fréttatilkynningunni frá Suzann segir m.a.: „Það er miður að ég muni ekki geta keppt í þessari viku. Ég elska þetta mót og myndi gera allt til að geta spilað. Á þessum tímapunkti þá verð ég bara að vera skynsöm og gera ekki illt verra.“

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 22:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 7. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, lauk í kvöld keppni,  ásamt liði sínu Elon, á John Kirk Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Eagle´s Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu-ríki og voru þátttakendur  90 frá 17 háskólum. Mótið stóð dagana 30. mars – 1. apríl 2014. Sunna lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (77 75 77) og lauk keppni í 22. sæti í einstaklingskeppninni..  Hún var á 2. besta skori Elon, sem lauk keppni í 7. sæti í liðakeppninni og taldi skor Sunnu því. Næsta mót Sunnu og Elon er í Norður-Karólínu og hefst n.k. föstudag 4. apríl 2014. Til að sjá lokastöðuna á John Kirk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil stóð sig best af Íslendingunum á ULM Wallace Jones mótinu

Þeir Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State; Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello, tóku allir þátt í  ULM Wallace Jones Inv., en mótið fór fram í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun, Louisiana og lauk fyrr í kvöld. Þátttakendur voru 72 frá 14 háskólum. Mótið stóð dagana 31. mars – 1. apríl 2014. Theodór Emil stóð sig best Íslendinganna; lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (85 74 77) og varð í 43. sæti í einstaklingskeppninni; Andri Þór lék á samtals 23 yfir pari og Ari á 27 yfir pari. Lið Andra Þórs varð í 6. sæti og taldi skor hans ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 22:00

Tiger missir af Masters í 1. sinn í 20 ár!

Tiger Woods verður ekki með í The Masters risamótinu því hann undirgekkst uppskurð í baki vegna klemmdrar taugar. Uppskurðurinn var framskvæmdur af taugasérfræðingnum Dr. Charles Rich í Park City, Utah. Í fréttatilkynningu sagði að Tiger muni undirgangast „intensíva endurhæfingu og meðferðir á mjúk-vefjum“ innan viku og markmiðið sé að hann snúi aftur  til keppni „einhvern tímann í sumar.“   Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár, sem Tiger er ekki með á The Masters risamótinu. „Eftir að reyna að undirbúa mig fyrir Masters og án þess að sjá nauðsynlegu framfarirnar, ákvað ég, í samráði við lækna mína að gangast undir þessa aðgerð,“ sagði í fréttatilkyningu frá Tiger. Jafnframt tvítaði Tiger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Smári Ríkharðsson – 1. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Smári Ríkharðsson. Smári er fæddur 1. apríl 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Smári er kvæntur Hrafnhildi Halldórsdóttur og eiga þau auk þess 20 ára brúðkaupsafmæli á morgun! Komast má  á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Smari Rikardsson F. 1. apríl 1964 (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælin!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  John Joseph Farrell f. 1. apríl 1901 – d. 14. júní 1988; Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007;  Dan Pohl, 1. apríl 1955 (59 ára), Donald William Hammond, 1. apríl 1957 (57 ára); Marc Warren, 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 12:30

GSD: Skorradalsvöllur – ónotuð golfgersemi

Að Indriðastöðum í Skorradal er flottur 9 holu völlur, 5.482 metrar að lengd séu spilaðar 18 holur. Jörðin Indriðastaðir er 1100 ha og er við suð-vesturhorn hins 17 km langa Skorradalsvatn í Borgarbyggð. Árið 2000 ákvað Inger Helgadóttir, bóndi að Indriðastöðum að hanna 9 holu golfvöll og var hann lagður árið 2004. Vorið 2007 þ.e. fyrir 7 árum var ákveðið að stofna golfklúbb að Indriðastöðum og var hann stofnaður 3. mars 2007 og alls 212 félagar sem skráðu sig sem stofnfélagar Golfklúbbs Skorradals (GSD). Síðan kom eins og allir vita fjárhagskreppan, þar sem útrásarvíkingarnir keyrðu landið í þrot og því var það svo að golfvöllurinn var aldrei opnaður formlega fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 11:00

Hverjir keppa á The Masters 2014?

Nú fer eitt af 4 risamótum ársins alveg að skella á, en The Masters mótið hefst eftir innan við viku núna! Þeir sem hafa áunnið sér keppnisrétt í mótinu eru etirfarandi kylfingar: Fyrrum sigurvegarar á The Masters: Adam Scott, Bubba Watson, Charl Schwartzel, Phil Mickelson, Angel Cabrera, Trevor Immelman, Zach Johnson, Tiger Woods, Mike Weir, Vijay Singh, Jose Maria Olazabal, Mark O’Meara, Ben Crenshaw, Bernhard Langer, Fred Couples, Ian Woosnam, Sandy Lyle, Larry Mize, Craig Stadler, Tom Watson. Sigurvegarar á US Open s.l. 5  ár:  Justin Rose, Webb Simpson, Rory McIlroy, Graeme McDowell, Lucas Glover. Sigurvegarar á Opna breska s.l. 5 ár:  Ernie Els, Darren Clarke, Louis Oosthuizen, Stewart Cink. Sigurvegarar Lesa meira