Girls U16 Amateur: Perla Sól varð T-6 og Helga Signý í 77. sæti
Helga Signý Pálsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir kepptu báðar á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fór á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022 og lauk í dag. Mótið var sett á laggirnar árið 2018 og að þessu sinni var keppt á Enville golfsvæðinu skammt frá Birmingham á Englandi. Alls voru 90 keppendur og komu þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum. Keppnisfyrirkomulagið mótsins er 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára. Perla Sól og Helga Signý eru báðar úr Golfklúbbi Reykjavíkur og hafa verið í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lydia Ko ———— 24. apríl 2022
Það er Lydia Ko, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is. Lydia er fædd 24. apríl 1997 og á því 25 ára afmæli í dag. Ko er sem stendur nr. 3 á Rolex heimslista kvenna, en hefir náð toppinum var um skeið nr. 1 á listanum. Hún hefir á unga aldri sigrað í 23 mótum þar af 17 á LPGA, 6 sinnum á Evróputúr kvenna LET og þ.á.m. tvívegis á risamótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (77 ára); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (74 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (69 ára); Bjarki Sigurðsson, GO, 24. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna varð T-2 á SBC meistaramótinu! Glæsileg!
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í UT Arlington tóku þátt í Sun Belt Conference meistaramótinu. Meistaramótið fór fram dagana 17.-19. apríl s.l. á Hills vellinum, á LPGA International á Daytona Beach, í Flórída. Þátttakendur voru 58 frá 11 háskólum. Heiðrún Anna náði þeim glæsilega árangri að verða T-2 í mótinu; lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (71 74 76) og var á langbesta skori UT Arlington. Lið Heiðrúnar Önnu, UT Arlington varð T-8 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Sun Belt Conference meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar urðu í 8. sæti á MW meistaramótinu
Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State urðu í 8. sæti á Mountain West (MW) Women’s Golf meistamótinu. MW meistaramótið fór fram dagana 18.-20. apríl sl. í Rancho Mirage í Mission Hills CC, í Kaliforníu, þar sem ANA Inspiration (nú: Chevron) risamótiní kvennagolfinu hafa farið fram undanfarin ár. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Andrea lék völlinn í Rancho Mirage á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 75 77) og varð T-21. Colorado State varð í 8. og næstsíðasta sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á MW Womens Golf meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur best í liði EKU á ASUN meistaramótinu
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky Univerisity (EKU) tóku þátt í ASUN meistaramótinu. Meistaramótið fór fram dagana 17.-19. apríl í Kinderlou Forest golfklúbbnum í Valdosta, Georgíu. Þátttakendur voru frá 11 háskólum. Lið EKU varð í 4. sæti í liðakeppninni og var Ragnhildur á besta skori EKU. Ragnhildur varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni með skor upp á 3 yfir pari (74 70 75). Sjá má lokastöðuna á ASUN meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá lauk keppni á Australian Women´s Classic í Bonville
Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefir lokið keppni í Australian Women´s Classic í Bonville, Ástralíu. Mótið var stytt í 54 holu mót vegna veðurs. Guðrún lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 78 72) og var á parinu 3. hring, sem jafnframt var besti hringur hennar í mótinu. Guðrún lauk keppni T-52, sem er bæting frá deginum áður. Hún hlaut 1,195.20 evrur í verðlaunafé. (u.þ.b. IKR 170.800,-) Sigurvegari mótsins var enski Meghan MacLaren, en hún lék á samtals 10 undir pari (67 70 69). Þetta er 3. sigur hennar í Ástralíu. Hin 27 ára MacLaren sagði m.a. að sigri loknum: „ Þetta hefir mikla þýðingu! Þetta er svolítið súrrealistískt í Lesa meira
PGA: Cantlay&Schauffele með 5 högga forystu f. lokahring Zurich Classic
Bandarísku kylfingarnir Patrick Cantlay og Xander Schauffele halda enn forystu sinni, fyrir lokahring Zurich Classic en þeir eru búnir að vera í forystu mestallt mótið. Þeir félagarnir eru búnir að spila á samtals 29 undir pari, 187 höggum (59 68 60). Í 2. sæti, heilum 5 höggum á eftir eru félagarnir Garrick Higgo og Branden Grace frá S-Afríku. Þeir hafa spilað á samtals 24 undir pari, 192 höggum (64 65 63). Keppnisfyrirkomulag þessa móts er óhefðbundið á PGA Tour því spilaður er til skiptis fjórmenningur (ens.: foursome) og betri bolti (ens.: four ball). Sjá má stöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (17/2022)
Einn stuttur á ensku: Q: Are you a scratch golfer? A: Yes I sure am, after each shot I scratch my head and wonder where my ball went.
Afmæliskylfingar dagsins: Rachel Hetherington, Magnús Orri Schram, Gurrý Indriðadóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir og Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en fimm: Rachel Hetherington, Magnús Orri Schram, Gurrý Indriðadóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir og Karen Guðnadóttir. Rachel Hetherington fæddist 23. apríl 1972 í Port Macquarie, Ástralíu og fagnar því 50 ára stórafmæli. Hún spilaði undir skírnarnafni sínu Rachel Teske, á LPGA árin 2001-2004, þar sem hún sigraði 8 sinnum. Eins á hún í beltinu 3 sigra á Evrópumótaröð kvenna. _______________________ Annar afmæliskylfingur dagsins er Magnús Orri Schram. Hann er fæddur 23. apríl 1972 og fagnar 50 ára afmæli. Magnús Orri er kvæntur Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Magnúsi Orra til hamingju með afmælið hér að neðan Magnús Orri Lesa meira
LET: Guðrún Brá náði niðurskurði á Australian Women´s Classic í Boneville!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Australian Women´s Classic, í Bonville í Ástralíu. Mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðar kvenna (LET) og ástralska LPGA. Mótið fer fram 21.-24. apríl 2022 í Boville Golf Resort í Bonville, Ástalíu. Á 2. hring lék Guðrún Brá á 78 höggum, en komst engu að síður í gegnum niðurskurð og er sem stendur T-59 á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (73 78). Í mótinu eru 108 þátttakendur. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Australian Women´s Classic með því að SMELLA HÉR:










