Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2022 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar urðu í 8. sæti á MW meistaramótinu

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State urðu  í 8. sæti á Mountain West (MW) Women’s Golf meistamótinu.

MW meistaramótið fór fram dagana 18.-20. apríl sl. í Rancho Mirage í Mission Hills CC, í Kaliforníu, þar sem ANA Inspiration (nú: Chevron) risamótiní kvennagolfinu hafa farið fram undanfarin ár.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Andrea lék völlinn í Rancho Mirage á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 75 77) og varð T-21.

Colorado State varð í 8. og næstsíðasta sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á MW Womens Golf meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: