Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2022 | 10:40

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna varð T-2 á SBC meistaramótinu! Glæsileg!

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í UT Arlington tóku þátt í Sun Belt Conference meistaramótinu.

Meistaramótið fór fram dagana 17.-19. apríl s.l. á Hills vellinum, á LPGA International á Daytona Beach, í Flórída.

Þátttakendur voru 58 frá 11 háskólum.

Heiðrún Anna náði þeim glæsilega árangri að verða T-2 í mótinu; lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (71 74 76) og var á langbesta skori UT Arlington.

Lið Heiðrúnar Önnu, UT Arlington varð T-8 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Sun Belt Conference meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: