Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2022 | 09:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni á Australian Women´s Classic í Bonville

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefir lokið keppni í Australian Women´s Classic í Bonville, Ástralíu.

Mótið var stytt í 54 holu mót vegna veðurs.

Guðrún lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 78 72) og var á parinu 3. hring, sem jafnframt var besti hringur hennar í mótinu. Guðrún lauk keppni T-52, sem er bæting frá deginum áður. Hún hlaut 1,195.20 evrur í verðlaunafé. (u.þ.b. IKR 170.800,-)

Sigurvegari mótsins var enski Meghan MacLaren, en hún lék á samtals 10 undir pari (67 70 69). Þetta er 3. sigur hennar í Ástralíu.  Hin 27 ára MacLaren sagði m.a. að sigri loknum: „ Þetta hefir mikla þýðingu! Þetta er svolítið súrrealistískt í augnablikinu. Þegar (loka)púttið fór inn, var það besta tilfinning í heimi.“ Fyrir sigurinn hlaut MacLaren 36.000,- evrur  (u.þ.b. 5,1 milljón íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Maja Stark frá Svíþjóð á samtals 9 undir pari og í 3. sætinu deildu 3 kylfingar:  Hannah Burke frá Englandi; Magdalena Simmermacher frá Argentínu og hin spænska Carmen Alonso; allar á samtals 7 undir pari.

Til að sjá lokastöðuna á Australian Women´s Classic SMELLIÐ HÉR: