Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2022 | 11:00

LET: Guðrún Brá náði niðurskurði á Australian Women´s Classic í Boneville!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Australian Women´s Classic, í Bonville í Ástralíu.

Mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðar kvenna (LET) og ástralska LPGA.

Mótið fer fram 21.-24. apríl 2022 í Boville Golf Resort í Bonville, Ástalíu.

Á 2. hring lék Guðrún Brá á 78 höggum, en komst engu að síður í gegnum niðurskurð og er sem stendur T-59 á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (73 78).

Í mótinu eru 108 þátttakendur.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Australian Women´s Classic með því að SMELLA HÉR: