Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2022 | 23:59

PGA: Cantlay&Schauffele með 5 högga forystu f. lokahring Zurich Classic

Bandarísku kylfingarnir Patrick Cantlay og Xander Schauffele halda enn forystu sinni, fyrir lokahring Zurich Classic en þeir eru búnir að vera í forystu mestallt mótið.

Þeir félagarnir eru búnir að spila á samtals 29 undir pari, 187 höggum (59 68 60).

Í 2. sæti, heilum 5 höggum á eftir eru félagarnir Garrick Higgo og Branden Grace frá S-Afríku. Þeir hafa spilað á samtals 24 undir pari, 192 höggum (64 65 63).

Keppnisfyrirkomulag þessa móts er óhefðbundið á PGA Tour því spilaður er til skiptis fjórmenningur (ens.: foursome) og betri bolti (ens.: four ball).

Sjá má stöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: