Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2022 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur best í liði EKU á ASUN meistaramótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky Univerisity (EKU) tóku þátt í ASUN meistaramótinu.

Meistaramótið fór fram dagana 17.-19. apríl í Kinderlou Forest golfklúbbnum í Valdosta, Georgíu.

Þátttakendur voru frá 11 háskólum.

Lið EKU varð í 4. sæti í liðakeppninni og var Ragnhildur á besta skori EKU.

Ragnhildur varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni með skor upp á 3 yfir pari (74 70 75).

Sjá má lokastöðuna á ASUN meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: