Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Óli Ragnarsson, Johnny Miller og Niclas Fasth – 29. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins eru hvorki fleiri né færri en 3: Johnny Miller, Niclas Fasth og Jóhannes Óli Ragnarsson. Johnny Laurence Miller fæddist 29. apríl 1947 í San Francisco, Kaliforníu og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1969 og vann 36 titla á ferli sínum, þ.á.m 25 á PGA Tour. Hann sigraði tvívegis á risamótum: í fyrra skiptið 1973 á Opna bandaríska og 1976 á Opna breska. Í seinni tíð er hann þekktari sem golffréttaskýrandi á NBC News. Annar afmæliskylfingur dagsins er Niclas Fasth. Niclas fæddist 29. apríl 1972 í Gautaborg, Svíþjóð og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Hann byrjaði í golfi 10 ára þegar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar sigruðu á Summit League Championship!
Íslandsmeistarinn í höggleik 2021, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver University tóku þátt í Summit League Championship. Meistaramótið fór fram dagana 24.-26. apríl sl. í Sandcreek Station golfklúbbnum, í Newton, Kansas. Þátttakendur voru 46 frá 9 háskólum. Hulda Clara & félagar sigruðu í liðakeppninni; en Hulda Clara varð T-4 í einstaklingskeppninni með skor upp á 6 yfir pari, 222 högg (75 71 76). Sjá má lokastöðuna á Summit League Championship með því að SMELLA HÉR: Sigurinn veitir Huldu Clöru og félögum í Denver University þátttökurétt í NCAA Regionals, svæðismótinu, sem fram fer 9.-11. maí n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn R. Þórsson – 28. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn R. Þórsson, en hann er fæddur 28. apríl 1960 og á því 62 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið, hér fyrir neðan: Þorsteinn R. Þórsson 28. apríl 1960 (62 árs – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011); Stephen Michael Ames 28. apríl 1964 (58 ára); John Daly 28. apríl 1966 (56 ára); Elliði Vignisson, 28. apríl 1969 (53 ára); Jiyai Shin 28. apríl 1988 (34 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Jóhannesson – 27. apríl 2022
Það er Stefán Jóhannesson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Stefán er fæddur 27. apríl 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska Stefáni til hamingju með afmælið. Stefán Jóhannesson · 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Warren Kenneth Wood, 27. apríl 1887 – d. 27. október 1926; Leo Diegel, 27. apríl 1899 – d. 8. maí 1951; David K. Oakley, 27. apríl 1945 – d. 2. júlí 2006; Björgvin Þorsteinsson, GA, f. 27. apríl 1953 – d. 14. september 2021 (58 ára); Stefán Jóhannesson, 27. apríl 1962 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi Hrafn & félagar urðu í 4. sæti á SoCon Championship
Tumi Hrafn Kúld, GA, og félagar í Western Carolina háskólanum tóku þátt í SoCon meistaramótinu, sem fram fór dagana 22.-24. apríl s.l. Mótsstaður var Reynolds Lake Oconee National golfvöllurinn í Greensboro, Georgíu. Tumi Hrafn varð T-14 af 40 þátttakendum; skor hans: 1 undir pari, 215 högg (70 71 74) Lið WCU varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á SoCon meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & NIU urðu í 2. sæti á MAC Championship
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskóla (NIU) tóku þátt í MAC Championship. Mótið fór fram dagana 22.-24. apríl 2022 í Stone Oak CC í Holland, Ohio. Jóhanna Lea varð T-9 af 50 þátttakendum og lið hennar NIU hreppti 2. sætið í liðakeppninni af þeim 10 háskólaliðum, sem þátt tóku. Skor Jóhönnu Leu var 14 yfir pari, 230 högg (82 74 74). Sjá má lokastöðuna á MAC Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: JB Holmes og Clodomiro Carranza – 26. mars 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: JB Holmes og Clodomiro Carranza. Þeir eru báðir fæddir 26. apríl 1982 og fagna því 40 ára afmæli. JB Holmes er fæddur í Campellsville, Kentucky. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2005 og hefir á atvinnu-mannsferli sínum sigrað 8 sinnum, þ.á.m 5 sinnum á PGA Tour. Hann kvæntist 2013, Ericu Holmes og býr í dag í Orlando, Flórída. Clodomiro Carranza er fæddur í Rio Cuarto, í Argentino. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir á atvinnumannsferli sínum sigrað 10 sinnum: 7 sinnum á PGA of Argentina Tour; 2 sinnum á PGA Tour Latinoamérica og einu sinni á Tour de las Américas. Carranza spilaði 2010-2011 á Evróputúrnum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gerður á ótrúlegu skori 66 höggum á LSC meistaramótinu!
Gerður Ragnarsdóttir og „The Aggies“ golflið Cameron tóku þátt í Lone Star Conference Championship. Mótið fór fram dagana 21-22.. apríl 2022, í Squaw Valley, Apache Links, Glen Rose, Texas Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. The Aggie lönduðu 10. sætinu í liðakeppninni. Gerður var á besta skori The Aggies 221 höggi (66 78 77) og varð T-21 í einstaklingskeppninni. Ótrúlega lágt og stórglæsilegt skorið hjá Gerði á 1. hring – 66 högg!!! Sjá má lokastöðuna á LSC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Halldór Tryggvi Gunnlaugsson – 25. apríl 2022
Það er Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Halldór Tryggvi fæddist 25. apríl 1957 og á því 65 ára afmæli í dag! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Halldór Tryggvi Gunnlaugsson – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (64 ára); Friðrik Sverrisson, 25. apríl 1968 (54 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (49 ára); Grégory Bourdy, 25. apríl 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) …. og Lesa meira
PGA: Cantlay&Schauffele sigruðu á Zurich Classic
Það gerðist ekkert óvænt á Zurich Classic, móti vikunnar á PGA Tour. Það voru bandarísku kylfingarnir Patrick Cantlay og Xander Schauffele, sem stóðu uppi sem sigurvegarar; enda búnir að vera í forystu mestallt mótið. Cantlay og Schauffele spiluðu á samtals 29 undir pari, 229 höggum (59 68 60 72). Áttu þeir tveir 2 högg á þá Billy Horschel og Sam Burns, sem luku keppni á samtals 27 undir pari og urðu í 2. sæti. Þeir sem áttu titil að verja, Ástralarnir Cam Smith og Marc Leishman urðu T-21 að þessu sinni. Keppnisfyrirkomulag á Zurich Classic er óhefðbundið þar sem spilaður er fjórbolti og fjórmenningur til skiptis kepppnisdagana fjóra. Sjá má Lesa meira










