NGL: Elvar Már stóð sig best Íslendinganna 11 sem þátt tóku á Bravo Tours Open!
Áhugamaðurinn Elvar Már Kristinsson, GR stóð sig best af þeim 11 íslensku kylfingum, sem spiluðu undir íslenskum fána og tóku þátt í móti á Nordic Golf League (NGL); þ.e. Bravo Tours Open by Enjoy Resorts. Íslensku kylfingarnir, sem auk Elvar Más tóku þátt í mótinu voru: Andri Þór Björnsson,GR; Aron Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson, GB; Böðvar Bragi Pálsson, GR; Gísli Sveinbergsson, GK; Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG; Hákon Örn Magnússon, GR; Ragnar Garðarsson, GKG og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG. Auk framangreindra 11 kylfinga voru tveir Íslendingar í mótinu sem spiluðu fyrir erlenda klúbba: Aron Bergsson, lék fyrir sænska Hills golfklúbbinn og Hákon Harðarsson, sem spilaði undir dönskum merkjum fyrir Royal GC. Mótið fór fram Lesa meira
PGA: Jon Rahm sigraði á Mexico Open at Vidanta
Það var Jon Rahm, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour; Mexico Open at Vidanta. Sigurskor Rahm var 17 undir pari, 267 högg (64 66 68 69). Fyrir sigurinn hlaut Rahm $1,314,000, 17 eða tæpar 176 milljónir íslenskra króna. Í 2. sæti urðu Tony Finau, Kurt Kitayma og Brandon Wu; allir 1 höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Mexico Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lólý S – 1. maí 2022
Það er Lólý Ólína S Þorvaldsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Lólý er fædd 1. maí 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíð Lólý til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Lólý Ólína S Þorvaldsdóttir – Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingibjörg Guðmundsdóttir, GK; 1. maí 1964 (58 ára); Stuart Appleby 1. maí 1971 (51 árs); Lólý Ólína S Þorvaldsdóttir, 1. maí 1972 (50 ára); Scott Gordon, 1. maí 1981 (41 árs); Hafnarborg Menningar-og Listamiðstöð Hafnarfjarðar· 1. maí 1983 (39 ára); Samantha Richdale, 1. maí 1984 (38 ára); Aree og Lesa meira
LET: Guðrún Brá varð T-27 á Women´s NSW Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda á móti vikunnar á LET, Women´s NSW Open, sem fram fór í Coolangatta & Tweed Heads Golf Club, í NSW, Ástarlíu. Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari, 292 höggum (75 71 72 74). Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut Guðrún Brá € 2,730.00. Það var Maja Stark frá Svíþjóð, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins, en hún lék á samtals 15 undir pari og var í nokkrum sérflokki. Sjá má lokastöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: LET
Golfgrín á laugardegi (18/2022)
Nokkrar vísindastaðreyndir á ensku: Scientific facts: New golf balls have a strong attraction to water, and the power of the attraction is directly proportionate to how much the balls cost. With golf, the slow groups are always in front of you and the quick groups are always behind you. Golf is the only game where the ball lies poorly and the golfers lie well.
Afmæliskylfingur dagsins: Daði Laxdal Gautason – 30. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Daði Laxdal Gautason. Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 28 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason – Innilega til hamingju með 28 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingvar Hólm Traustason 30. apríl 1954 (68 ára); Elín Guðmundsdóttir , 30. apríl 1958 (64 árs); Voga Handverk (61 árs); Lopapeysur Og Ullarvörur (42 ára); Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (38 ára); Ólöf Agnes Arnardóttir, GO, 30 apríl 1998 (24 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
LET: Guðrún Brá T-34 e. 3. dag Women´s NSW Open – Fékk albatross á 18.!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk nú í morgun við 3. hring á Women´s NSW Open, sem er mót vikunnar á LET. Mótið fer fram á Coolangatta & Tweed Heads Golf Club, í Ástralíu. Guðrún Brá hefir spilað á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 71 72). Á 3. hring lék Guðrún Brá á sléttu pari vallar 72 höggum; fékk 4 skolla, 1 fugl og glæsialbatross á 18. braut Colangatta vallarins. Guðrún Brá lék sem sagt síðustu braut vallarins, sem er par-5, á 2 höggum!!!! Ótrúlega flott!!! Til að toppa flottheitin fékk hún einnig albatross á æfingahring, daginn fyrir mótið; en sá kom á 9. braut, sem einnig er par-5. Lesa meira
Dagbjartur keppir á Terra Cotta boðsmótinu
GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson keppir um þessar mundir á sterku boðsmóti í Flórída í Bandaríkjunum. Mótið heitir Terra Cotta Invitational fer það fram í Naples, Flórída dagana 28. apríl – 1. maí. Eins og áður segir er mótið mjög sterkt en margir núverandi leikmenn á PGA mótaröðinni hafa tekið þátt á mótinu í gegnum tíðina. Má þar nefna Justin Thomas, Sergio Garcia, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, stundar nám í Missouri háskólanum. Hann var ekki valinn í lið skólans fyrir næstu verkefni og tekur hann því þátt á þessu móti í Flórída. Skor og úrslit – smelltu hér:
LET: Guðrún Brá T-35 e. 2. dag Women´s NSW Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Women´s NSW Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour (skammst: LET)). Guðrún Brá hefir spilað á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (75 71). Hún er T-35 og flaug því í gegnum niðurskurð; sem miðaðist við 6 yfir pari eða betra. Þátttakendur í mótinu eru 106 og því ljóst að Guðrún Brá er meðal þess þriðjungs keppenda, sem er efstur í mótinu. Efst í mótinu, sem stendur, er Maja Stark frá Svíþjóð, en hún hefir spilað á samtals 7 undir pari. Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & The Salukis sigruðu á MVC Championship!!!
Birgir Björn Magnússon og „The Salukis“, golflið Southern Illinois háskóla sigruðu á MVC meistaramótinu. Meistaramótið fór fram dagana 24.-26. apríl sl. í CC of Paducah í Paducah, Kentucky. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (74 73 77) og varð T-10 í einstaklingskeppninni. Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Southern Illinois með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á MVC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: Næst munu „The Salukis“ því spila í svæðismótinu, NCAA Regionals, dagana 15.-18. maí n.k.










