Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2022 | 01:00

Dagbjartur keppir á Terra Cotta boðsmótinu

GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson keppir um þessar mundir á sterku boðsmóti í Flórída í Bandaríkjunum.

Mótið heitir Terra Cotta Invitational fer það fram í Naples, Flórída dagana 28. apríl – 1. maí.

Eins og áður segir er mótið mjög sterkt en margir núverandi leikmenn á PGA mótaröðinni hafa tekið þátt á mótinu í gegnum tíðina.

Má þar nefna Justin Thomas, Sergio Garcia, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka.

Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, stundar nám í Missouri háskólanum. Hann var ekki valinn í lið skólans fyrir næstu verkefni og tekur hann því þátt á þessu móti í Flórída.

Skor og úrslit – smelltu hér: