09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2022 | 10:00

LET: Guðrún Brá T-34 e. 3. dag Women´s NSW Open – Fékk albatross á 18.!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk nú í morgun við 3. hring  á Women´s NSW Open, sem er mót vikunnar á LET.

Mótið fer fram á Coolangatta & Tweed Heads Golf Club, í Ástralíu.

Guðrún Brá hefir spilað á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 71 72).

Á 3. hring lék Guðrún Brá á sléttu pari vallar 72 höggum; fékk 4 skolla, 1 fugl og glæsialbatross á 18. braut Colangatta vallarins. Guðrún Brá lék sem sagt síðustu braut vallarins, sem er par-5, á 2 höggum!!!! Ótrúlega flott!!! Til að toppa flottheitin fékk hún einnig albatross á æfingahring, daginn fyrir mótið; en sá kom á 9. braut, sem einnig er par-5.  Guðrún Brá glæsileg, að vanda!!!

Sem stendur er Guðrún Brá T-34.

Maja Stark frá Svíþjóð er efst í mótinu á 13 undir pari (68 69 66).

Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: