Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2022 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & The Salukis sigruðu á MVC Championship!!!

Birgir Björn Magnússon og „The Salukis“, golflið Southern Illinois háskóla sigruðu á MVC meistaramótinu.

Meistaramótið fór fram dagana 24.-26. apríl sl. í CC of Paducah í Paducah, Kentucky.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (74 73 77) og varð T-10 í einstaklingskeppninni.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Southern Illinois með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á MVC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næst munu „The Salukis“ því spila í svæðismótinu, NCAA Regionals, dagana 15.-18. maí n.k.