Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2022 | 23:00

LET: Guðrún Brá T-35 e. 2. dag Women´s NSW Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Women´s NSW Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour (skammst: LET)).

Guðrún Brá hefir spilað á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (75 71).

Hún er T-35 og flaug því í gegnum niðurskurð; sem miðaðist við 6 yfir pari eða betra.

Þátttakendur í mótinu eru 106 og því ljóst að Guðrún Brá er meðal þess þriðjungs keppenda, sem er efstur í mótinu.

Efst í mótinu, sem stendur, er Maja Stark frá Svíþjóð, en hún hefir spilað á samtals 7 undir pari.

Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: