
Ian Poulter og Ted Bishop í hár saman út af „ofmetnu“ kosningunni
Ian Poulter og fyrrum forseti PGA of America Ted Bishop eru nú enn eitt skiptið komnir í hár saman yfir kosningu þar sem leikmenn PGA völdu Ian Poulter einn „ofmetnasta“ kylfing mótaraðarinnar.
Poulter, sem og bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler voru kosnir mest „ofmetnu kylfingar“ PGA Tour, en sá síðarnefndi svaraði gagnrýnisröddunum með því að sigra á the Players Championship í 3 manna umspili.
Bishop sem rekinn var frá PGA of America í október s.l. fyrir að atyrða Poulter og kalla hann „lil girl“ þ.e. „litla grenjuskjóðu“ á virtist vera að gera grín að Poulter eftir sigur Fowler á TPC Sawgrass.
Bishop tvítaði: „Rickie Fowler – er verðandi goðsögn. Nú er aðeins einn ofmetinn kylfingur eftir…….“
Poulter brást við skilaboðunum með því að tvíta: „Oh Ted Ted Ted….. ég hélt þú hefðir lært lexíuna þína síðast. Augljóslega ekki.“
Bishop tvítaði til baka: „Ég býst við að írónía „ofmetnu“ kosningarinnar hafi farið fyrir brjóstið á sumum eins og @IanJamesPoulter. Fowler sannaði þó að ekkert var til í þessu. #slappaðu af“
Athugasemd Bishop um „lil girl“ kom rétt eftir að Poulter gagnrýndi fyrrum Ryder fyrirliða Evrópu Nick Faldo og Tom Watson í bók sinni No Limits, en Bishop stóð einmitt fyrir því að Watson var valinn fyrirliði tapliðs Bandaríkjanna í Rydernum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024