Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 16:30

PGA: Rickie Fowler sigraði á Players!!! – Hápunktar lokahringsins

Bandaríski kylfingurinn, Rickie Fowler, sigraði á The Players í gær, en mótið er oft nefnt 5. risamótið.

Það hlaut að koma að því en Rickie hefir svo oft verið ofarlega í mótum án þess að takast almennilega að sigra fyrr en nú!

Fowler var jafn þeim Sergio Garcia og Kevin Kisner eftir hefðbundinn 72. holu leik. Allir léku á samtals 12 undir pari, 276 höggum; Fowler (69 69 71 67); Garcia (69 72 67 68) og Kisner (73 67 67 69 ).

Það kom því til sögulegs umspils sem lengi verður í minnum haft.

Garcia datt út á 3. holu umspilsins en Rickie sigraði með fugli á einni þekktustu par-3 holu í golfinu þeirri 17. á TPC Sawgrass, meðan Kisner fékk „bara“ par!!!

Þetta er 2. sigur Fowler á PGA Tour og verður langt í það að einhver haldi því fram að hann sé „ofmetinn“ kylfingur nú!!!

Sjá má lokastöðuna á The Players með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings The Players með því að SMELLA HÉR: