
PGA: Sergio Garcia truflaður við leik með hrópum á Players
Að vera að keppa til úrslita á The Players Championship er ekkert nýtt fyrir Sergio Garcia.
Ekki heldur að gerð séu hróp að leikmönnum.
En þessi hróp virtust háværari og dónalegri en venjulega fyrir Spánverjann þegar hann var í 3 manna umspilinu.
Garcia var truflaður við fjölmörg högg sem hann tók, sérstaklega þegar lítill hópur áhorfenda hrópaði „U-S-A.“ á 17. teig.
Garcia setti ekki niður 13 metra pútt og misheppnaðist algerlega að fara í bráðabanahluta umspilsins.
Rickie Fowler og Kevin Kisner kepptu til úrslita og Fowler setti niður 5. fuglinn sinn þessa vikuna á eyjuholunni á 17. og nældi sérí 2. PGA Tour sigur sinn.
„Þetta var að mestu leyti frábært,“ sagði Garcia. „Augljóslega er nokkrir gæjar þarna sem verðskulda ekki að horfa á golf, en það er bara það sem það er.“
Þegar hann var spurður hversu oft hróp hefði verið gert að honum sagði Garcia „Það var líklega u.þ.b. 3-4 sinnum á hveri holu frá 10. holu.“
Garcia sagði að þetta væri ansi dæmigert þegar hann væri að keppa til úrslita í móti og neitaði að kenna því um að honum gekk ekki betur.
„Nei, nei, nei þeir (áhorfendur) hrópuðu á röngum tímum, þannig að ég gat hliðrað mér hjá þessu,“ sagði hann. „En, nei, nei ég myndi ekki segja að þeir hefðu skemmt fyrir mér.„
Garcia sagði loks:„Ég var að pútta vel, En það sem á undan gekk vikuna, gaf ég frá mér fullt af höggum og vann samt næstum mótið. Svo ég get ekki verið vonsvikinn.“
„Allt í allt var þetta var þetta enn ein góða vikan hér á The Players þannig að ég get ekki verið vonsvikinn,“ sagði hann.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024