
Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (1/5)
Nafnið sem er á allra vörum þessa dagana er Rickie Fowler. Hann sannaði það s.l. helgi 9-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“!
En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því verður reynt að svara í 5 greinum og birtist sú fyrsta í dag.

Rickie Fowler – Rory taldi m.a. 2014 að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vildu mæta Fowler í viðureign
Rick Yutaka Fowler fæddist 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og er því 27 ára. Á árunum 2007 og 2008 var hann í 36 vikur nr. 1 á heimslista áhugamanna. Rickie er ekkert sérlega hár í loftinu, þ.e. 1,75 m á hæð og 68 kg. Rickie gerðist atvinnumaður í golfi 2009 þ.e. fyrir 6 árum (21 árs) og var kominn á PGA Tour ári síðar. Hann hefir alls sigrað í 3 atvinnumannsmótum á ferli sínum.
Áhugamannsferill Rickie
Rickie ólst upp í fæðingarbæ sínum Murrieta, í Kaliforníu og var í Murrieta Valley High School. Árum saman æfði hann sig bara á æfingasvæðinu og af sjálfum sér þ.e. var með enga golfkennara. Á lokaári sínu í menntaskóla sigraði Rickie á SW League Final með lokaskor upp á f 64-69=133, og leiddi lið sitt til sigurs í ríkjameistaramótinu 2007.
Eftir menntaskóla hóf Rickie nám í Oklahoma State University í Stillwater. Hann sigraði fyrst í háskólagolfinu í the Fighting Illini Invitational, þar sem gestgjafinn var University of Illinois, þann 1. október 2007, eftir að hafa verið á 203 höggum (70-63-70) og sigrað mótið með 1 höggi.
Sumarið 2005 sigraði Rickie the Western Junior og keppti í he U.S. Amateur, en þar beið hann lægri hlut fyrir Richie Ramsay.
Árið 2006 var Fowler á 137 höggum eftir 2 hringi U.S. Junior Amateur, en féll úr leik í holukeppnishluta mótsins eftir 2. hring. Það var Philip Francis, sem sigraði í mótinu.
Rickie Fowler var í liði Bandaríkjanna á Walker Cup, árið 2007. Árangur hans þar var 2-0 í fjórleik og 1-1 í tvímenningi þ.e. í heildina tekið 3-1. Billy Horschel var félagi hans í báðum fjórleiks sigrum þeirra. Þetta sama ár (2007) vann Fowler the Sunnehanna Amateur í júní og the Players Amateur í júlí.
Árið 2008, varði Fowler titil sinn í Sunnehanna Amateur. Á fyrsta hring Opna bandaríska það ár var Rickie á 70 höggum og lauk keppni T-7. Hann var aðeins einn af 3 áhugamönnum sem náði að komast í gegnum niðurskurð ásamt þeim Derek Fathauer og Michael Thompson. Hann lauk keppni í mótinu T-60. Í október 2008 spilaði Rickie í Eisenhower Trophy liðinu sem varð í 2. sæti. Hann vann einstaklingskeppni mótsins.
Árið 2009 lék Fowler í 2. og síðasta skipti sitt í Walker Cup. Hann vann í öllum 4 viðureignum sínum sem hann spilaði fyrir Bandaríkin. Félagi hans í fjórleik var Bud Cauley. Hann varð einnig í 3. sæti í the Sunnehanna Amateur árið 2009.
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge