Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 15:00

PGA: Teighögg Tiger lenti … rétt við kvennateig!

Tiger Woods hefir átt ótrúlega léleg högg á The Players og mótið mest eftirminnilegt hvað frammistöðu hans varðar fyrir þær sakir.

Stutt er að minnast arfalélegs höggs á par-3 8. braut TPC Sawgrass á 1. hring The Players – Sjá frásögn Golf 1 af því með því að SMELLA HÉR:

Nú er hann búinn að bæta enn öðru ótrúlegu höggi við en það er drævið á par-5 2. braut á 3. hring The Players.

Á þessari braut verður að draga boltann, en Tiger húkkaði beint í átt að trjánum og beint í átt að …. kvennateignum. Höggið varð aðeins 107 yarda (u.þ.b. 98 metra) á par-5 braut þar sem hann átti eftir 420 yarda að holu!!! Tiger lauk við holuna á 7 höggum, sem er svona meira skor sem byrjendur fá, en ekki 14-faldir risamótsmeistarar!!!

Sjá má frásögn SB Nation af þessu slæma höggi Tiger og myndbönd sem fylgja með því að SMELLA HÉR: