Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 14:00

LET: Feng vann í Kína

Það var Shanshan Feng sem stóð uppi sem sigurvegari í Buick Championship í Kína.

Og sigurinn var sannfærandi en hún átti heil 6 högg á næsta keppanda.

Feng lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (65 67 69 70).

Í 2. sæti varð stúlka frá S-Kóreu, Hyeon Seo Kang, en hún lék á samtals 11 undir pari.

Danska stúlkan Nicole Broch Larsen varð í 3. sæti á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: