Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 04:00

PGA: Simpson og Streb leiða – Hápunktar 2. dags á Wells Fargo – Myndskeið

Ýmis glæsileg tilþrif sáust fyrr í kvöld á Wells Fargo mótinu, móti vikunnar á PGA Tour.

T.a.m. fékk bandaríski kylfingurinn Colt Knost glæsilegan ás á par-3 17. holuna – nokkuð sem eiginlega bara ekki sést.

Colt Knost fagnar ásinum

Colt Knost fagnar ásinum

Webb Simpson og Robert Streb leiða á samtals 10 undir pari, 134 höggum.

Það munar 2 höggum á þeim annars vegar og Martin Flores og Patrick Rodriguez, sem deila 3. sætinu.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy,  er síðan aðeins 3 höggum frá efsta sætinu ásamt þeim Phil Mickelson og Will MacKenzie, á samtals 7 undir pari.

Ýmsir góðir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð eins og t.d. Adam Scott, Camilo Villegas og Padraig Harrington.

Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá hápunkta frá 2. hring Wells Fargo mótsins SMELLIÐ HÉR: