Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 22:00

Evróputúrinn: Espana leiðir e. 2. dag á Opna spænska

Franski kylfingurinn Edouard Espana leiðir í hálfleik á Opna spænska.

Eftir 2 spilaða hringi er Espana á samtals 7 undir pari, 137 höggum (68 69).

Í 2. sæti er argentínski kylfingurinn Ricardo Gonzalez, á samtals 6 undir pari.

Michael Hoey og Darren Fichardt deila síðan 3. sæti á 5 undir pari.

Ofangreindir 4 kylfingar eru þeir einu sem lokið hafa 2 hringjum undir samtals 140 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: