Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 10:30

Korpan, Hvaleyrin og Urriðavöllur opna í dag!

Þrír stærstu golfvellir höfuðborgarsvæðisins Hvaleyrarvöllur þeirra Keilismanna, Urriðavöllur, Oddverja  og Korpan þeirra GR-inga opna í dag.

Golftímabilið fer nú að hefjast fyrir alvöru!

Það eru 76 Keilis-menn sem búnir eru að skrá sig í Hreinsunarmót Keilis – Opnun vallar.  170 manns eru skráðir í Opnunarmót Korpu og 173 skráðir í Opnunarmót Urriðavallar.

Veður til golfiðkunar er ákjósanlegt hér á höfuðborgarsvæðinu, sól og stilla og hitinn í tveggja stafa tölu!

Golf 1 verður með úrslitafrétt úr öllum mótum síðar í dag.