Jiménez þekktur fyrir sérstakar upphitunaræfingar sínar
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Sjáið fagn Jiménez þegar hann fær ás og vinnur 288 bjóra – Myndskeið

Miguel Angel Jimenez tekur þátt í Opna spænska.

Hann hafði 288 ástæður til að fagna ás sínum á 160 yaarda par-3 8. holunni á Open de Espana í dag, föstudeginum 15. maí 2015.

Hann fékk nefnilega ás eftir að hafa slegið með 8-járni og vann sér inn 288 dósir af bjór.

Hann fagnaði þessu með „fagni“ þ.e. með því að dansa gleðidans.

Sjá má ás Jiménez og fagn hans eftir á með því að SMELLA HÉR: